Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 49
BIÍNAÐARRIT
43
varið til verðlauna á hjeraðssýningum og afkvæmasýn-
ingum yfir bæði árin 4562 kr.
Þegar jeg byrjaði að vinna hjá Bún.fjel. íslands tók
jeg strax upp þann sið, að halda saman öllum upplýs-
ingum er jeg fjekk um hross þau, er sýnd voru, og ein-
hvers virtust verð til kynbóta. Brátt sá jeg, að þó þessar
sýningargerðir væru góðar til að upplýsa um einstak-
Jinga, sem vitað var um hvar og hvenær höfðu verið
sýndir, þá var seinlegt að rekja ættir eftir þeim. Jeg
tók því það ráð að byrja á ættbók fyrir íslensku hrossin.
Nú vissi jeg, að margar erlendar þjóðir hafa þá tilhögun
hjá sjer, á þessum hlutum, að valin er nefnd manna til
að ákveða hvaða, hross skuli innrituð í ættbókina. Þess-
ar þjóðir hafa og sýningar á hrossum sínum, 9n mjög
-er misjafnt hvernig valið í ættbókina svarar til dóma
sýninganna, t. d. eru Danir svo strangir við valið í
ættbókina, að ekki eru öll I. verðlauna hrossin tekin
þangað. Sýnir þetta hve miklu meiri strangleiki er hafð-
ur við valið í ættbókina en á sýningunum, sem á að
skoðast sem öryggi þess að ekki komist þangað nema
úrvals hross, enda þykir það mesta viðurkenning, sem
hrossi getur hlotnast, næst á eftir háum verðlaunum
fyrir afkvæmi, að vera innritað í ættbókina. — Afstaða
ættbókarinnar til sýninganna er á alt annan veg hjá
Austmönnum. Þeirra sýningar eru svo strangar að fuiðu
gegnir. Þeir halda svokallaða landssýningu ár hvert, í
apríl mánuði, og þangað er sótt kvaðanæfa að með
stóðhesta af Guðbrandsdals kyninu. Oftast eru sýndir á
annað hundrað hestar þarna. Er nú strangleikinn orðinn
þar svo mikill, að mjög fáir hestar, venjulega 2—4
hljóta II. veiðlaun, nokkuð fleiri III. verðlaun, þá eru
allmargir viðurkendir notandi, en meiri hlutauum slept
án viðurkenningar, og því ekki flokkaðir eftir gæðum.
Við fljótlegt yfirlit yfir JX. bindið af ættbók Guðbrands-
dalskynsins taldist mjer, að í því væru um 12% II. verðl.
hesta, 71% III. verðlauna hesta 14°/o hlotið viðurkenn-