Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 50
44
BtiNAÐARRIT
ingu sem notandi og 3°/o alls ekki viðurkendir á sýn-
ingu. I. verðlauna hest fann jeg þar engan. — Er jeg
bar saman aðferðir Dana og Austmanna í þessum efn-
um þótti mjer vandast málið, er þeim bar svo mjög á
milli. Jeg hugleiddi þá hvort jeg ætti að fara fram á
það við Bún.fjel. íslands, að það skipaði nefnd manna
til að meta hvaða hross skyldu innrituð í ættbókina.
Hvarf jeg bráðlega frá þessu, af því að jeg sá ekki fram
á að hægt yrði að tilnefna þá menn, sem hefðu nægan
kunnugleika á hrossum í öllum hlutum landsins, og ekki
svo góð samgöngutæki hjer í strjálbýlinu, að hægt væri
að ná hrossunum saman á einn stað. Sá jeg þá ekki
aðra leið öruggari, en að láta dóma sýninganna ráða og
tók því í ættbókina öll þau hross, sem höfðu hlotið I.
og II. verðlaun. Auk þess tók jeg fáein hross, sem jeg
vissi hafa verið afbragðs kynsæl. Bráðlega þóttist jeg
sjá af reynslunni, að með þessu móti tæki jeg of mörg
hross í ættbókina, til þess að úrvalið yrði nægilega strangt,
að mínum dómi. Jeg hvarf því að því ráði 1924, að taka
að eins I. verðlauna hross í ættbókina, nema eitthvað
annað mælti sjerstaklega með hrossinu. Yirðist mjer
þessi leið nærri lagi. Nú eru ættbókarfærðir stóðhestar
121 og hrissur 414, eða alls 535 hross. í ættbókina eru
skráðar allar upplýsingar sem náðst heflr í, bæði hvað
snertir útlit, ætt, eigendur og söluverð, ef hrossið heflr
verið selt, einnig um afkvæmi þess. Ættarbókinni fylgir
spjaldskrá yflr öll hrossin svo jafn auðvelt er að rekja
ættirnar fram og aftur.
Þótt ættbókin sje enn svo ung, að flest hrossin, sem
hún segir frá eru fædd eftir siðustu aldamót, er skamt
að biða eftir því að hennar verði mikil not við val á
kynbótahrossum, en eðlilega vex notagildi hennar eftir
því, sem árin líða.
Að þessu sinni skal jeg ekki rekja þær ættir, sem jeg
hefl íundið bestar, og segja frá áhrifum þeirra og út-
breiðslu, en til upplýsingar fyrir þá, sem vilja vita um