Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 54
48
BÚN AÐARRIT
giröingu). Er einkum þrent, sem veldur þessari framför
síðustu ára, en það er: lögin um kynbætur hesta, frá
1926, vaxandi skilningur manna á þessu nauðsynjamáli
og styrkveitingar Bún.fjel. íslands til hrossaræktarinnar.
Bún.fjel. íslands styrkir hrossaræktarfjelögin á þrennan
hátt:
1. Með árlegum styrk til fjelaganna, sem nemur
kr. 1.50 fyrir hverja hryssu, sem leidd er til stóð-
hesta fjelaganna. — Styrkur þessi er greiddur gegn
ársskýrslum hrossaræktarfjelaganna.
Árið 1927 nutu 24 fjelög styrksins fyrir 908
hryssur, og var hann þá 1362 kr. Skýrslur fyrir
yfirstandandi ár eru ekki komnar enn, svo ekki er
vitað hve mikill hann verður, en yrði hann að
meðaltali á hvert fjelag álíka og í fyrra, mundi
hann nema um 1900 krónum.
2. Með styrk til að kaupa fyrsta stóðhest hvers fjelags,
gegn því að hesturinn sje notaður til undaneldis
meðan hrossaræktar-ráðunautur Bún.fjel. íslands
telur það rjett. — Styrkurinn er V* af því verði,
sem hlutaðeigandi ráðunautur metur hestinn.
Árið 1927 styrkti Bún.fjel. íslands kaup á 8 stóð-
hestum, með samtals 1983 kr., en í ár hafa verið
styrkt kaup á 5 hestum, með 1366 kr. — Af þess-
um hestum eru 3, sem hlotið hafa I. verðlaun, en
nokkrir hinna yngri vaxa sennilega upp í það, er
þeir fá þroska.
3. Með styrk til girðinga fyrir kynbótahrossin.
Styrkur þessi er alt að kostnaðar, þó ekki yfir
300 kr. til hverrar girðingar, og sje girðingunum
haldið við, í þágu kynbótanna, að minsta kosti í
15 ár.
Árið 1927 styrkti Bún.fjel. íslands 8 fjelög á
þenna hátt, með samtals kr. 2341.38, en í ár er
búið að styrkja 6 fjelög, með 1560 krónum.