Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 59
BÚNAÐARRIT
53
Bún.fjel. íslands heflr tekið meira ástfóstri við þennan
fjelagsskap en nokkurn annan, sem stofnaður heflr ver-
ið búfjárræktinni til þrifnaðar. Pó hafa fjelög þessi breiðst
ótrúlega seint út, svo mjög sem þau eru nauðsynleg.
Þörf hallæristryggingarinnar hlýtur þó að vera hverjum
manni augljós, sem vill rifja upp fyrir sjer afleiðingar
þeirra harðinda, sem gengið hafa um gaið í þeirra
manna minnum er lengst muna nú, hvað þá ef lengra
væri horft til baka. Liklegt er að góðærin, sem verið
hafa siðan 1920, dragi hugi manna frá hættunni af
hallærunum, því íslendingar eru bjartsýnir á árfeiðið
sem framundan er, svo óvíst sem það þó er. Þá veit jeg
að há iðgjöld til trygginganna standa í vegi þess, að
slík fjelög sjeu stofnuð, og væri víst til nokkurra bóta
ef hægt væri að lækka þau. Svo eru líka margir, sem
ekki kæra sig um að óviðkomandi menn reki neflð ofan
í eigur þeirra og athafnir, er þeim sýnist, skifti sjer
jafnvel af hvað skepnunum er geflð, þeir kalla það ófielsi
að eiga það sífelt á hættu að stjórn sliks fjelags skifti
sjer af þessum hluta búreksturs þeirra, ef eftirlitsmann-
inum þykir eitthvað athugavert. Mjer virðist þetta vera
þroskaleysi, því aldagömul reynsla hefir sannað og er sú
að „sameinaðir stöndum vjer, sundraðir föllum vjer“,
og þá hlýtur bændastjettin, fyr en síðar, að þroskast svo
að hún fai fulla útsýn yfir þessi þýðingarmiklu bjargráð.
Þau fjelög, sem væntanlega skila skýrslum í vetur eru:
1. Eftirlits- og fóðurbirgðafjel. Tálknafj.hr. Barðastr.s.
Btofnað 1922.
2. Eftirlits- og fóðurbirgðafjel. Kaldrananesshr. Strandas.
stofnað 1922.
3. Eftirlits- og fóðurbirgðafjel. Hrólfsbergshr. Strandas.
stofnað 1922.
4. Eftirlits- og fóðurbirgðafjel. Kirkjubólshr. Strandas.
stofnað 1922.