Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 64
58
BtlNAÐARRIT
16. Lúövík Guðm. Gestsson, Breiðabólsstað, A.-Skaftaf.s.
17. Benjamín Halldórsson, Knararb., Yatnsl.str., G.br.s.
18. Bjarni Guðmundsson, Hörgsholti, Árnessýslu.
19. Þóiður Bogason, Varmadal, Rangárvallasýslu.
Flestir þessir menn komu frá nýjum nautgriparæktar-
fjelögum, og starfa siðan hjá þeim sem eftirlitsmenn.
Sauðfjárrœktarbúin hafa starfað 5 á árinu, og eru það
Rangáibúið, Leifsstaðabúið, Ólafsdalsbúið, Hrafnkelsstaða-
búið og mjólkurfjárbúið í Neðri-Hjarðardal.
Undirbúningur og raðagerðir haía staðið yflrmeð stofnun
þriggja búa í viðbót, og starfa þau að líkindum öll á
næsta ári. Eru þau á Höfðabrekku, Myrká og Hafnaidal.
Aftur eru líkindi til að Leifsstaðabúið leggist niður.
Fjáibóndinn þar, Bjarni Benediktsson, er látinn, en hann
hafði sjerstakan áhuga fyrir sauðfjárrækt, og var natinn
og nákvæmur viö alla skýrslugerð, og allar skepnur.
Nautgriparœktarfjelög störfuðu 23 árið 1927. 1 ár
eru þau fleiri, en hve mörg af þeim nýju fjelögum, sem
talað hefir verið um að stofna á árinu, eru fullstofnuð
og byrja starf á þessu ári, er ekki vist. En um 26 ný
fjelög eru sumpart stofnuð, sumpart verið að stofna, og
byrja líklega flest nú um áramótin.
Önnur störf mín hafa verið bundin við skrifstofu fje-
lagsins. Þar hefl jeg unniÖ frá kl. 9 f. m. til kl. 7 e. m.,
alla virka daga, sem jeg hefi verið í Reykjavik.
Starf mitt þar heflr til þessa, mest verið að færa
inn í sýningarbækur, fara yflr eldri skýrslur naut-
griparæktarfjelaganna og vinna úr þeim útdrátt til birt-
ingar, undiibúa mál undir búnaðarþing, svara brjefum
■og fyrirspurnum, undirbúa skýrslubækur undir prentun
o. s. frv.
Enn hefir ekki unnist tími til að ættbókarfæra bestu
kýr fjelaganna, en þess er mjög brýn þörf, og verður að
vinna að þvi á næstunni.