Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 71
BtiNAÐARRIT
65
26. í Leirár-og Melasveit var ein sýning, vel sótt. Margt
af hrútunum var vel bygt, en litlir voru margir
þeirra. Enginn fjekk fyrstu verðlaun. Veturgamall
hrútur frá Skorholti, keyptur frá tíullberastöftum,
var einna bestur.
27. í Skilamannahreppi var ein sýning, ekki vel sótt.
Fyrstu verðlaun fjekk þar hrútur frá Litlu Fellsöxl.
Kollur í Hvítanesi, aðkeyptur í haust frá Ósi við
Steingrímsfjörð, er mjög góð kind.
28. Á Akranesi eru mest notaðir lambhrútar. Enginn
hrútur var þar góður, og enginn fjekk fyrstu eða
önnur verðlaun.
29. í Innri-Akraneshreppi var ein sýning. Enginn hrút-
ur fjekk fyrstu veiðlaun þar, en Pall á Hólmi átti
góðan hrút, og eins átti Pjetur Ottesen svaitan hrút
veturgamian (undan Gottoipshrút), sem var mjög
góð kind.
30. í Strandahreppi voru tvær sýningar, sæmilega sótt-
ar. Enginn hrútur fjekk fyrstu verðlaun, en nokkrir
hrútar voru þar sæmilegir.
Á öllum sýningunum voru hrútarnir mældir. Skýrsla,
er sýnir mál á meðalhrútum, í hverjum hreppi, fylgir
hjer með. Sjest á henni að munur er all verulegur.
Meðalmál fyrstu verðlauna-hrútanna eru sett neðst.
Ekki höíðu allir nöfn á hrútum sínum, höfðu ekki
einu sinni haft svo mikið við, að aðgreina þá, hvað þá
að þeir aðgreini ær með nöfnum eða númerum, og velji
líflömb eftir ætterni.
Ættir allra sýndra hrúta voru raktar og bókaðar eftir
því, sem hægt var að fá upplýsingar um.
Kom þá í ljós að margir hrútar voru ættaðir frá ein-
stökum bæjum, sem höfðu haft orð á sjer fyrir að eiga
gott fje.
Flestir voru ættaðir frá Gottorp í Vesturhópi.
5