Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 78
72
BUNAÐARRIT
Af rauökáli voru ræktuð 2 afbrigði:
1. Erfurter. 2. Haco.
Hið fyrnefnda er einna mest ræktað í Danmörku, en
hið síðarnefnda er nú einnig mjög að ryðja sjer til rúms
þar. Hafa danskir garðyrkju-ráðunautar fullyrt það við
mig, að hægt mundi vera að rækta Haco-rauðkál hjer
á íslandi, þar sem það þyrfti ekki lengri gróðrartíma i
Danmörku heldur en blómkál. Þó fór á annan veg hjer
þetta sumar, því blómkál þroskaðist vel og snemma, en
nHaco“-rauðkálið hafði ekki myndað nema örsmá höfuð,
þegar frost byrjuðu um haustið. Var því þó sáð á sama
degi og blómkálinu (10. apríl), og rauðkálinu valinn enn
betri staður en því. „Eifurter“-rauðkálið varð eigi heldur
að gagni. Enda er það svo með bæði rauðkál og hvít-
kál, að það bætir mestu við vöxtinn allra síðustu vik-
urnar, en þá er orðið of kalt hjer. Sennilega mætti þó
takast að rækta rauðkál við nægan jarðhita, en jeg hygg
að rauðkálsrækt muni veiða mjög þýðingarlítil á kaldri
jörð.
Blöðrukál (tveggja mánaða) og toppkál, (Mai og Alpha)
gáfu góð höfuð.
Grænkál þroskaðist vel þetta sumar, eins og æfinlega,
því það er, eins og menn vita, auðræktaðast allra kál-
tegunda, og gæti sennilega þrifist hvar sem er á íslandi.
En það fór sem fyr — grænkál selst illa hjer í höfuð-
staðnum, svo að megnið af því grotnar niður í görðun-
um á haustin. — Er það varla vansalaust, að kunna
ekki betur að hagnýta sjer jafn ágæta og auðræktaða
matjuit sem þessa, sem af sumum er talin hollust allra
káltegunda.
En það er svo með allan fjölda hinna smærri mat-
jurta, þær eru auðræktaðar, en koma víða hvergi nærri
að fullu gagni, sökum þekkingarleysis á hagnýtingu
þoirra.