Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 97
BÚNAÐARKIT
91
allmargar ræktunarlóðir, sem hver er 2 ha. að stærð.
Byrjað er að girða landið, og þess er vænst að fram-
ræsla byrji strax á næsta vori. Akranes hefir nú um
500 ha. af ræktanlegu landi til umraða, verður því skift
út til ræktunar eftir því sem þörf bæjarbúa krefur.
Af einstaklings framkvæmdum, sem hrundið hefir
verið í framkvæmd á þessum árum og mælingar hafa
verið gerðar um af Bún.fjel. íslands, eru stærstar fram-
kvæmdir bjá hr. stórkaupmanni Thor Jensen, nýyrkja á
Korpúlfsstöðum og Lágafelli, svo og hjá Sigurþór úrsmið
Jónssyni, á Laugarbökkum í Ölfusi.
Nærfelt allar smærri mælingar hafa verið þannig
vaxnar, að þær hafa flestar strax komið til framkvæmda.
Þær hafa verið hjá bændum, sem byrjaðir hafa verið
eða ráðnir í að framkvæma þau verk, er um var að
ræða, en viljað styðjast við mælingar og leiðbeiningar
Bún.fjel. íslands um einstök atriði, og þá einkum við-
víkjandi framiæslu, áveitu, vörnum nytjalands gegn
vatnságangi o. fl.
Reykjavík, 29. des. 1928.
Pálmi Einarssoji.
Skýrsla Ásgeirs L. Jónssonar:
Síðastliðið vor, var jeg ráðinn af stjórn Bún.fjel. ís-
lands, til þess að mæla Safamýri og Hafshverfi í Rang-
árvallasýslu, og gera áætlun um framræslu og áveitu á
nefnd svæði. Yar mjer áætlaður tími til mælinga frá
miðjum júlí til októbermánaðarloka, en gert ráð fyrir
að uppdráttum og áætlun yrði ekki lokið fyr en síðast
i mars 1929.
Af sjerstökum ástæðum, gat jeg þó ekki gengið í
þjónustu fjelagsins fyr enn 1. ágúst, en þann dag fór
jeg austur að Bjólu í Ásahreppi og byrjaði á mælingu
Safamýrar daginn eftir.