Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 106
100
BÚNAÐARRIT
Grjófcgaröur sá í Sauðlauksdal, sem þar var bygður
um 1757 og nefndur var „Ranglátur", hefir verið talinn
elstur sandvarnargarður. Hann var gerður að tilhlutun
síra Björns Halldórssonar. Hann var fæddur 5. des, 1724,
sonur síia Halldórs Einarssonar, prests að Scrönd í Sel-
vogi. Strönd var þá komin í auðn, en prestuiinn bjó
að Vogsósum og mun Björn Halldórsson vera fæddur
þar. 1739 kemur hann í Skálholtsskóla og 1752 verður
hann prestur í Sauðlauksdrl. Sá staður lá þá, og liggur
enn, undir sandfoki. Sira Birni Halldórssyni hefir senni-
lega verið minnisstætt sandfokið í Selvogi, og hann
hefir þekt það helsta, sem þar var reynt, til þess að
veijast ágangi sandsins, af því lætur hann byggja garð-
inn, sem gerður var að skylduvinnu á sóknarbændur og
hlaut af þvi þetta fræga nafn.
Árið 1927 eru nýjar girðingar samtals 172776 metr.
og vinna að saudgræðslu 942 dagsverk.
Árið 1928 er girt að nýju 30561 metr. og þá unnið
að sandgræðslu, samtals 1437 dagsverk, sem verkamenn
sandgræðslunnar unnu að byggingum í Gunnarsholti.
Þær 21 sandgræðslustöðvar, sem hjer eru taldar að
framan, eru í 5 sýslum. 1 í V.-ísafj.sýslu, 2 í S.-Þing-
eyjasýslu, 3 í Árnessýslu, 14 í Kangárvallasýslu og 1 í
V.-Skaftafellssýslu. — Landstærð allra girðinganna er
nálægt 11000 km2.
Þessi tvö síðustu ár hefir verið sáð á ýmsum stöðum
nálægt 3000 kg. af melíræi hvort ár. Mest af því hefir
verið safnað í sandgræðslugirðingunum.
Girðingar á Keldum, Stóra-Hofi, Mýri, og Bjarnastöðum,
eru ekki kortlagðar og er því áætlaðar stæiðir þeirra,
líka með girðingar í Þykkjabæ, að þar getur svo og
einhverju munað á stærð.
Vegna þess að sandgræðslan hefir verið heimilislaus,
hvergi haft fastan stað til þess að geyma veikfæri o. s.