Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 143
BÍJNAÐA RRIT
137
sumar voru drepnar, en sumar drápust sjálfar. Um
fram alt var gaumur gefinn að því, hvort súrhey
vœri í raun og veru orsök að sýkinni, eins og menn
ætla alinennt á Islandi. Dr. Reinsch var þegar þess-
arar skoðunar, og Halldór skólastjóri tók það skýrt
fram við mig hvað eftir annað, að síðan veikin hófst
hefði hann tekið eftir því, að sífeldlega kom hún
fram í þeim húsum, þar er gefið var súrhey og þurr-
hey. Samkvæmt þessum ummælum hafði Dr. Reinsch
látið þessa skrá í 1 tje:
Fóðrun Vötnun Sýking
1) Þurrhey dagleg engin
2) Þurrhey (%,) einu sinni á viku margföh
Súrhey (%) 3) Súrhey örsjaldan lítil
Þegar af þessari skrá kemur það í ljós, að ekki
er örugt, að orsaka veilcinnar. sje eingöngu að leita í
súrheyinu. Með súrheysfóðrun einni, án nokkurs
aukafóðurs, er talið, að einungis fárra sýkingardæma
hafi gætt verið um liðin ár. Jafnframt virðist það
ekki vera örugt, hvort sífelt liafi verið gefið hreint
súrheysíoður, mjer þykir miklu fremur hugsanlegt,
að kindur þær, er hjer ræðir um, hafi á einhvern
hátt fengið líka þurrhey. Aftur komu fyrir mörg sýk-
ingardæmi þar í húsum, er gefið hafði verið þurr-
hey og súrhey. Þessa athugun mátti jeg að nokkru
leyti einnig fá staðfesta í rannsóknum vorum 1928.
Þar í móti er skýrslan í fyrsta lið vafalaust ekki al-
veg rjett, því að jeg hefi sjálfur í mánuðunum mars
og april fundið eina veika kind í húsum, þar sem
gefið var að eins þurrhey, en aldrei súrhey. Staðfest-
ing þessa fjeklc jeg á minni löngu rannsóknaferð um
norður- og austurland frá dýralæknunum Sigurði
Ein. Hlíðari og Jóni Pálssyni, og eins beint frá ýms-
um bændum, þar sem að öllum líkindum er um