Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 149
BIÍNAÐAKHIT
143
burt, og það, sem eftir verður, er á endanum orðið
aðeins grátt, litlaust, næringarlítið, líflaust strá, býð-
ur engan ilm, er lyst geti vakið, myglar síðan í hey-
hlaðanum, vegna þess að í því er of mikið vatn, og
verður þannig til þess að koma al' stað margháttuð-
um sjúkdómum og eitrunum. Aðallega í slílcu óhent-
ugu veðurfari munu bændur vilja afla heilnæms, ó-
mengaðs, næringarmikils og angandi t'óðurs með
hverjum þeim hætti, sem kostur er á, og nú á tím-
um er að fá með súrheysverkuninni. Eins og þegar
má sjá af kröfunum um fóðrið, verður fyrst og
freinst að gæta þess, að allir þessir eiginleikar, er
fylgja nýslegnu grænu grasi, glatist ekki, heldur
haldist, og stundum aulcist, eins og t. d. að ilmi. Því
má framar öllu ekki missa að nokkuru ráði næringar-
megnið, eins og t. d. á sjer stað uni hinar gömlu súr-
heysgryfjur. Hver bóndi veit, að nýslegnu grasi blæð-
ir, þ. e. að frumlusafinn streymir smám saman úr
sárinu. Og einmitt í þessum frumlusafa geymist mjög
mikið næringarmegn í mynd uppleystra salta alls-
konar. Safinn úr mörgum þúsunda grasstráa rennur
eðlilega á gólf gryfjunnar, og er nefnt vatn, sígur inn
í torfveggina og glatast þannig, en þar með einnig
mikill hluti næringarefnanna.
Annað mjög mikilsvert atriði er gerð heysins, sem
kölluð er. Með grasinu berast margar miljónir margs-
konar gerla í súrheyið; þeir lifa áfram og þurfa
einnig næringarefni. Jeg get ekki i þessari stuttu
ritgerð vikið að hinuin margháttuðu fyrirbrigðum í
súrheyi af völdum hinna mörgu margvíslegu gerla-
tegunda, vil aðeins öllu fremur í þágu hagsýnna
bænda snúa mjer að þeim, sem merkastir eru og á-
kjósanlegastir, til þess að vjer um í'ram alt getum
skiiið, hvers vegna vjer ættum að beina gerðinni i
fastákveðna stefnu. Meðan vjer i'yllum súrheys-
þróna með grasi, hefja þegar í neðstu lögunum allar