Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 156
150
BUNAÐARRIT
talsvert Dýttar fram að þessu, og nokkuð unnið að þvi
að bæta þær, án þess að þurka engjainar eða breyta
gróðrinum. En til skamms tíma voru Finnar ekki komnir
framar í þvi en vjer, og þegar jeg síðast hafði spurnir
þaðan (1910) höfðu engar fullnægjandi vísindalegar
rannsóknir verið gerðar þar í landi á lifsháttum broks-
ins og þeirra starategunda, sem á þeim engjum vaxa.
Þar mun einnig sú stefna vera að ryðja sjer til rúms
að þurka þau mýrlendi, sem auðið er að ræsa fram, og
fá gróðrinum breytt.
Þeir sem sjeð hafa stargresisengjar hjer á landi, þar
sem starirnar (t. d. gulstörin) ná mestum þroska, t. d.
í Arnarbælis-forum og Safamýrinni, þar sem störin
hefir oiðið alt að 1 — ll/i m. á hæð, og bæði þjett og
þroskaleg, myndu óefað óska þess að til væru sem víð-
lendastar slíkar engjar hjer á landi. Það er tæplega
hugsanlegt að annar gróður geti veitt mönnum jafn
mikla eftirtekju af jafn stóru svæði.
Auðvitað vantar mikið á að áveitulönd hjer á landi
verði jafn loðin og á þessum stöðum. En þessir blóm-
legu engjablettir sýna, að starirnar hafa mikla mögu-
leika til þroska, þar som lífsskilyrðin eru sem best frá
náttúrunnar hendi.
En hver eru þau skilyrði, sem störin þarf til að ná
svo miklum þroska?
Það vitum vjer ekki til hlítar, að minsta kosti ekki
svo vel að vjer með öruggii vissu getum sagt hvernig
megi skapa gulstörinni slík lífsskilyrði á öðrum engjum
vorum, svo að hún nái líkum þroska. Lífsskilyiðin eru
margþætt. Hjer kemur til greina: jarðvegur, undirlag
jarðvegsins, efni í áveituvatninu, hiti þess, dýpt vatns-
ins, hvort það er kyrstætt eða rennur um engjarnar,
lofthitinn og sólfarið, og margt fleira.
Það er ærið margbiotið rannsóknarefni að greiða úr
því, hver áhrif þessi ýmsu lífsskilyiði hafa á vöxt og
þroska staranna. Þroski þeirra á hverjum stað er ávöxtur