Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 164
158
BtlNAÐARRIT
Öll þau atriÖi, sem hjer hafa verið talin, eru þýðingar-
mikil rannsóknarefni, og eigi getum vjer talist fullfróðir
um áveitur, fyr en vjer með tilraunum höfum komist
að rjettri og áreiðanlegri niðurstöðu um þau.
Gnlstör vaxln í vatni.
Ofan til í veitunni í Bæ var uppistöðu tjörn, sem
áveituvatnið safnaðist í, og var því dreift þaðan yflr
nokkurn hluta veitunnar. I tjörninni stóð vatnið árið
um kring. í miðri tjörninni var vatnið rúml. 1 m. á
dýpt, þar var enginn starargróður, vatnið of djúpt. í
útjöðrum tjarnarinnar var grynnra. Þar var mjög stór-
vaxin og þroskamikil stör, alt að 1 m. á hæð, og starar-
kólfarnir alt að flngur gildir. Stör þessi bar engin öx
og blómgaðist ekki. — Jeg var í fyrstu í vafa um
hvaða staraitegund þetta væri. Áður hafði jeg enga stör
sjeð svo stórvaxna, nema tjarnarstör (Cirex rostrata). En
stör þessi var gulleit, í stað þess að tjarnarstörin er
bláleit (blástör). Jeg var í fyrstu í vanda með að fá stör
þessa ákveðna, þar eð hún var óblómguð. Þá datt mjer
í hug að grafa til jarðstönglanna og rekja þá svo langt
sem auðið væri. Tókst mjer að rekja þá óslitið upp í
þurran tjarnarbakkann. Þar uxu á hinum sama
jarðstöngli blómgaðar gulstarir með
venjulegu útliti, er voru kyrkingslegar
að vexti og eigi nema spannar háar.
Að fenginni þessari fræðslu fór jeg að gefa gulstör-
inni nánari gætur annarsstaðar í veitunni. Sá jeg þá að
svona risavaxin gulstör óx viðar í veitunni, í sýkjajöðr-
um og keldudrögum, þar sem vatn að staðaldri stóð
uppi og huldi alveg jarðveginn, og helst þar sem vatnið
var 20—30 cm. djúpt.
Nú fór jeg, sem bóndi, að hugsa um það, að mikið
gagn væri að því, ef unt væri að gera gulstörina, sem
víðast í veitunni, eins þroskamikla og á þessum stöðum.
Galdurinn virtist mjer eigi annar en sá, að skapa stör-