Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 171
BÚNAÐARRIT
166
eiuhvern r.íraa nætur, því að minstur varð hitinn um
nóttina 3,5°. Siðari hluta dagsins á undan (9. júli) var
norðlæg átt, en bjartviðri. Hitinn þá í skugga 9,3°
kl. 8 árdegis, 12,1° kl. 2 og 5,4° kl. 9 um kvöldið.
Þessar tilraunir sýna það ljóslega, að áveituvatnið
hlýtur að hafa mjög gagnleg áhrif á áveitugróðurinn um
gróðrartímann, á þann hátt, að það veit.ir við-
töku sólarhitanum, geymir hann frá sól-
ríkum dögum til kaldari næturstunda,
og kemur á þann hátt í veg fyrir snögga kælingu
á gróðurlendinu. Auk þess ber það með sjer þessi
auknu hlýindi ofan í jarðveginn. — Með þessari tilraun
þóttist jeg fá skýringu á því, hve störin óx fljótt
og varð stórvaxin í hæfilega djúpri áveitutjörn, er vatnið
stóð á í heitasta mánuðinum. Síðan heö jeg veitt því
eftirtekt, að slíkir blettir spretta best og skara mest
fram úr öðrum, þegar sólfar er mikið, enda þótt
eigi sje sjerlega hlýtt í skugganum. Það er skiljanlegt að
einungis það vatn, sem stendur eða rennur ofan jarðar,
getur bundið sólarhitann. Ylurinn nær treglega til vatns
niðri í jarðveginum, er ekki nær upp úr grassverðinum.
Sje grassvörðurinn þur leiðir hann illa hita, einkum þar
sem mosi vex að mun. Nái vatnið að eins efst upp í
jarðveginn og haldi honum rökum, lendir uppgufun
vatnsins í sjálfum grassverðinum, þar sem sist skyldi,
og veldur þar kælingu. Þar sem vatnið stendur uppi,
lendir uppgufunar flöturinn fyrir ofan grassvörðinn, og
hiti þess vatns er undir liggur, dregur úr áhrifum kæl-
'Ðgarinnar og bægir þeim frá gróðrinum.
Dýpt vatnsins í nppistöðum.
Hjer á undan hefl jeg eigi greint til fulls á milli
flóðaveitu og uppistöðuáveitu og get eigi hjer farið út í
itarlegan samanburð á því tvennu. Að eins vil jeg taka
Það fram, að mín reynsla var sú, að uppistöðuáveiturnar
væru miklu áhrifameiri til gróðurauka. — En það skal