Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 175
BtiNAÐAKRIT
169
Fyrri hluta vetrar, þegar þykkur ís hefir veriö kom-
inn á áveitutjarnirnar, hafa þeir hleypt vatninu undan
ísnum. Hefir hann þá falliö í stórnm spildum ofan á
þíöan og meiran jarðveginn og þjappað þúfunum
niður.
Nokknr orð nm brokengjar.
Það sem sagt hefir verið hjer á undan á að mestu
við gulstarareDgjar. í sumum hjeruðum landsins er
brokið eða fifan þýðingarmikil heyskaparjurt, og getur
orðið allþroskamikil. Gulstararengjar, sem veitt er á,
má slá ár eftir ár, þannig að eftirtekjan verði svipuð
árlega, en þó verður vöxturinn betri á lýringsáveitum
ef störin er flrnt. Að störin heldur svipuðum vexti þó
hún sje slegin ár eftir ár, mun vera áveitunni að þakka
og eins því, að hún heflr laDga, þroskaða lárjetta jarð-
stöngla, er hún safnar í miklum forða, og þeir geymast
óskertir þó störin sje slegin. Biokið verður eigi slegið
með sæmilegri eftirtekju nema þriðja hvert ár. Næsta
sumar eftir að það er slegið, verður engið nauðasnögt,
og sjest þá fyrir Ijáförunum frá sumiinu næst á undan.
Undan múgum og milli skára, þar sem Ijárinn hefir
legið fjær eða skilið eftir, er brok-nýgræðingur hærri
og þroskameiri. Hygg jeg að þetta stafi af þvi, að brokið
hefir mjög stutta og lítið þro3kaða jarðstöngla, er litinn
forða geta geymt til næsta árs. Einnig getur verið að
næringarforði geymist í blaðslíðrunum eða neðri hluta
blaðanna, er að talsverðu leyti haldast græn í klakanum
veturinn yfir, og að sá forði komi jurtinni að gagni
sumarið eftir. Er þá skiljanlegt að brokið spretti betur
árið eftir, þar sem eitthvað stendur óslegið af blöðunum,
svo sem áður er getið. Brokflóar eru meira eða minna
fúnir, sem kallað er, og litt færir hestum, vegna þess að
jarðstönglarnir eru svo stuttir og binda lítið jarðveginn.
Það er ólíkur jarðvegur er hæfir gulstörinni og brokinu.
Við gulstörina á best steinefnaríkur eða leirborinn jarð-