Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 177
BÚNAÐARRIT
171
Jeg hefl nú drepiö á margt, er snertir votengisgróö-
urinn íslenska, sem vjer erum alt of ófróðir um og
þurfum því að fá rannsakað. Jeg hefl einnig varpað fram
skýringum á sumu af þessu, er mjer hafa komið í hug,
en það þarf viðtækar athuganir og rannsóknir til þess
að fá skorið úr því, hvort þessar skýringar sjeu á rökum
hygðar eða eigi. Jeg hefl ritað þær hjer niður, til að
vekja menn til íhugunar um þetta mál, í þeirri von að
það gæti orðið hvatning til þeirra, er hafa áveitumálin
með höndum, að vinna að því, að þessi atriði og mörg
•önnur, viðvikjandi áveitum, verði tekin til rannsóknar
af vel hæfum mönnum. — Jeg hefl og getið hjer ýmsra
sundurlausra rannsókna og athugana, sem jeg hefl gert
í einstökum atriðum. En þó er eigi svo að skilja að
jeg telji þau atriði að fullu rannsökuð. Athuganir minar
«ru gerðar á einu áveitusvæði. Óvíst er að niðurstaðan
verði hin sama á öðrum áveitulöndum, þar sem öðru-
vísi hagar til.
Vjer höfum lagt stórfje í það að veita vatni yfir víð-
áttumikil landssvæði, sem eigi hafa verið undir áveitu
áður. Gróðurinn á þessum svæðum á fyrir sjer að breyt-
ast, ef alt fer að vonum. Þar á að vera hægt að fá
mikla og dýrmæta reynslu um það, hvernig þessar
breytingar verða, frá því sem nú er, og hvernig manns-
höndin og mannsvitið geti stýrt þessum breytingum í
sem best horf, og hvernig vjer framvegis skulum fram-
kvæma áveitur svo best sje. En til þess að þetta takist,
þurfa glögg augu að vaka yflr gróðrinum, svo sá fróð-
leikur, sem uppskera má af þessum stórfeldu áveitu-
tilraunum, renni ekki fram hjá okkur óhöndlaður, eins
og vatnsstraumurinn í áveitunum. — Vjer hefðum átt
að vera búnir að afla oss miklu víðtækari þekkingar og
reynslu með smærri áveitutilraunum, áður en vjer lögð-
um út í eins stóifelt fyrirtæki og Flóaáveitan er. — En úr
því svo var eigi, megum vjer ekki nú láta svo gott verk-
efni, sem sú áveita er, ganga úr greipum vorum.