Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 193
BÚNAÐAKKIT
197
Jarðræktarnefnd hafÖi þetta mál til meðfeiðar. Pram-
sögumaður Benedikt Blöndal lagði fram svohlj. álit og
tillögu nefndarinnar, á þskj. 287 :
Nefndinni heflr borist erindi frá Lúðvík Jónssyni, á
þskj. nr. 226, þar sem hann fer fram á að sjer sjeu
greiddar 1000 krónur í viðurkenningarskyni fyrir verk-
færi þau, er hann hefir látið smíða eftir sinni fyrirsögn,
og kölluð eiu „Lúðviks-verkfæri". Telur hann að sjer
hafi verið heitið styrk þessum á Búnaðarþingi 1923,
með settum skilyrðum, er hann telur nú fullnægt. Skil-
yrðin eru, að verkfærin sjeu prófuð af óvilhöllum mönn-
um, og fundin nothæf.
Nefndin telur verkfærareynslu þessari ekki lokið, þar
sem verkfæratilrauna-nefnd Búnaðarfjel. ísl. hefir með
brjefi, dags. 21. sept. sl., tekið fram, að nefnd verkfæri
verði reynd enn þá einu sinni. Þá fyrst liggur endan-
legur úrskuiður fyrir.
Nefndm hefir veitt því athygli, að verkfæratilrauna-
nefndin hefir farið lofsamlegum oiðum um rótherfi L. J.,
og sjálfur hefir hann tjáð formanni nefndarinnar, að hann
hafi gert umbætur á nefndu herfi sl. haust.
Nefndin gerir mun á styrk til að koma verki í fram-
kvæmd og viðurkenningu fyrir unnið verk.
Styrk hefir L. J. fengið, bæði frá Bún.fjel. íslands og
rikissjóði. Aftur virðist hjer vera að ræða um, hvort
L. J. beri verðlaun eða ekki, og kemur þá tvent til
greina:
1. Verkfærin sjálf, hvort þau hafa bætt aðstöðu ís-
lenskra bænda til jarðvinslu, borið saman við önnur
verkfæri. — Þetta heyrir eingöngu undir dóm verk-
færatilrauna-nefndar, og verður að bíða eftir loka-
tilraunum og ákveðnum úrskuiði.
2. Sú þýðing sem þessi verkfæratilraun L. J. hefir haft
fyrir íslenska jarðrækt.