Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 209
BÚNAÐARRIT
203
þeirra hafa haft þaö í för með sjer, a8 dýrleiki bygg-
inganna hefir aukist. Þetta er mjög íhugunarvert efni,
þar sem þörfin á nýjum byggingum er mjög aðkallandi
á fjölda býla, og vafalaust er það þessi þörf, samfara
þeirri miklu kostnaðarbyrði, sem endurbygging jarðanna
fylgir, sem leitt hefir til þess að samþykt voru lög um
Byggingar- og landnámssjóð á aiðasta Alþingi. Af þessu
ætti það að vera ljóst, að ef oss tækist að fá aðferöir
til að byggja, þó ekki væri nema gripahús, á ódýran
hátt og úr nærtæku innlendu efni, þá mundi það ger-
breyta allri búnaðaraðstöðu til sveita, hindra niðurniðslu
og eyðingu fjölda býla, tryggja fólksfjölguninni mögu-
leika til að haldast við í sveitinni, auka að stórum mun
möguleikana til nýbýlastofnunar og hindra til muna að
nauðsynlegt fjármagn tii búreksturs og arðsamra fram-
kvæmda verði fastsett í byggingum jarðanna.
Það liggur því í augum uppi, að oss ber að grípa
fegins hendi hvern þann möguleika, sem opnast til þess
að ijetta það ok, sem endurbygging býlanna er á land-
búnaði vorum.
Af þessum ástæðum hefir nefndinni verið það sönn
ánægja, að rannsaka erindi þau um moldsteypu (Pise
Metoden) sem hún hefir haft til meðferðar, og afla sjer
allra þeirra upplýsinga þar aÖ lútandi, sem hún hefir
getað á þeim takmarkaða tíma, sem ráÖ hefir verið yfir
til þessa starfs.
Moldsteypan er, eftir þeim upplýsingum sem nefndin
hefir aflað sjer, æfagömul byggingaraðferð, á vissum
stöðum 3—4000 ára gömul, og í Englandi finnast 400
ára gömul hús af þessari gerð. Á síðustu árum hefir
þó aðferð þessi fyrst fengiÖ verulega útbreiðslu hjer í
nágrannalöndunum, bæði Englandi, Sviþjóð og Noregi.
Aðferðin er í því fólgin, að mold er þjappað saman í
mót, uns hún er hörð eins og steinn, og á þann hátt
eru bygðir upp veggir húsanna, bæði gripahúsa og
íbúðarhúsa. Engin sjerstök vandkvæði virÖast vera á