Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 210
BÍJN AÐ ARJEtlT
204
vali eínisins, oftast tekið upp úr grunni bygginganna
eða í grend viÖ þær.
Byggingar þessar eru hlýjar, rakalausar, varanlegar
og mjög ódýrar, svo að í Svíþjóð er talið mun ódýrara
að byggja á þenna hátt heldur en úr trje, sem þó er
gnægð af í landinu.
Það sem þau tvö erindi, er fyrir nefndinni liggja um
þetta efni, fara fram á, er að Búnaðarfjelag íslands
beiti sjer fyrir rannsókn og framkvæmdum í þessu máli.
Eitt iítið hús heflr verið bygt af þessari gerð hjer á landi
og virðist það eigi veikja ástæður þær, er mæla með
því, að byggingaraðferð þessi verði rannsökuð nánar og
reynd til hlýtar hjer hjá oss.
Nefndinni var það Jjóst, að hjer var um mikilvægt
mál að ræða, og heflr hún því lagt sig í framkróka til
að rannsaka það og yfirvega sem best, og hefir komÍBt
að þeirri niðurstöðu, að hjer væri málefni á ferðinni,
sem væri svo merkilegt og gæti haft svo róttæka þýð-
ingu fyrir land vort, að eigi gæti komið til mála að
vísa því á bug eða ganga á svig við að veita því þann
stuðning, sem nauðsynlegur væri, til þess að full reynsla
íengist um þýðingu þess fyrir oss.
Nefndin leggur því til að eftirfyIgjandi tillaga verði
samþykt:
„Búnaðarþingið samþykkir að fela stjórn Bún-
aðarfjelags íslands:
1. Að setja sig í samband við þá Jóhannes Þorsteins-
son, kennara í Hafnarfirði, og Aðalstein Halldórsson
í Reykhúsum í Eyjafirði, og í samráði við þá að fá
hingað einn mann strax í vor komandi, til þess að
rannsaka möguleika og gera tilraun um gerð mold-
steypuhúsa hjer á landi, sje þetta hægt með þeim
kjörum sem þeir benda á í erindum sínum.
Samþ. með 12 samhlj. atkv.