Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 262
266
BÚNAÐARRIT
smábú, en ætlast þó til, aö þau smábú, sem nú starfa,
verSi styrkt áfram með likum hætti og gert heflr verið,
þar til ástæður leyfa að koma hinum stærri búum á
fót, einu í hverjum landsfjórðungi.
Enn fremur lítur nefndin svo á, að það ætti frekar
að vera hlutverk búnaðarsambandanna og sýslu- eða
hreppsfjelaga út um land, að styrkja þessi smábú, ef
ráðlegt þætti að viðhalda þeim. Nefndinni er Ijóst, að
stofnkostnaður hinna stærri búa hlýtur að vera talsvert
mikill, og ekki verði komist hjá að veita nokkurn auka-
styrk til að koma búunum á fót. Það verður að gera
meiri kröfur um fjárval og húsrúm. En nú á tímum er
úrvalsfje oft selt með tvöföldu frálagsverði og jafnvel
stundum meira, jafnvel þó oft komi fyrir að slíkir ein-
staklingar svari ekki til verðs, af því arfgengi þeirra
reynist hvikult og óábyggilegt. Að byggja gott hús úr
steinsteypu eða öðru varanlegu efni, sem er samboðið
slikri stofnun og að einhverju leyti til fyrirmyndar,
ásamt hlöðu, mundi kosta fleiri þúsuud krónur. Þá má
og telja til kostnaðar, að afla sjer þekkingar í íjárrækt
umfram almenning.
Árlegur reksturskostnaður hinna stærri búa getur
orðið mikill ef búin eiga að geta fullnægt því, að sýna
sem mestan augljósan árangur og vera til fyrirmyndar
Skýrsluhald yflr svo margt fje yrði mikið, þyngdar og
fóðurskýrslur og ættbókarhald. Fóðrun á slíkum stofni
yrði og að vera hin fullkomnasta og vísast einhverjar
fóðurtilraunir í því sambandi, sem leiðir meiri kostnað
af sjer en alment gerist. Pá yrði ekki komist hjá að
kaupa við og við dýrar skepnur, og ryðja úr stofninum
þeim kindum, sem reynslan sýnir að ekki fullnægi hinu
ákveðna takmarki, með kynferði fjárins, er búin setja
sjer. Með þessu er ætlast . til, að hafln verði stofnföst
starfsemi, til að hreinrækta hinn íslenska fjárstofn og
fullkomna kosti hans, undir umsjón Búnaðarfjelags ís-
lands eða búfjárræktarstjórnar þeirrar er málið leiðir.