Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 267
BÚNAÐA.RRIT
261
artíma. Hver ærflokkur væri sjermerktur og öll lömb
merkt lambamerki. Hrútar notaöir svo, að jafnmörg
lömb í hverjum flokki væru undan sama hrút. Hver
ærhópur væri fóðraður sjer allan veturinn, og haldin
nákvæm fóður og viktarskýrsla. Lömbin væru svo seld
að sumrinu á misjöfnum tíma og ekki öll úr sama
flokki í einu, svo betur sæist hvernig þau þyngdust.
Sömu ærnar yrðu svo næsta vetur aftur fóðraðar sjer
að öllu leyti, og aftur hleypt til um sama leyti, svo það
komi í ijós, hve fóðurljettari þær yiðu, sem fyr báru.
Væri svoba tilraun gerð á tveim þrem stöðum næstu
tvö ár eða þrjú, er jeg ekki í vafa um, að hún gæti gef-
ið mjög mikilsverðar bendingar um, hvort ekki væri rjett,
af þeim, sem drepa lömb að sumrinu, að láta bera
snemma, svo lömbin yrðu vænni og framleiðslan meiri.
Jeg legg því til að Búnaðarfjelagið samþykki:
„Búnaðarþingið samþykkir að fela stjórninni að
semja við 2—3 bændur, sem hún treystir, og sem
vegna afstöðu sinnar geta gert tilraun með misjafn-
an burðartíma á ám, með það fyrir augum að fá
upplýst, hvort ekki borgi sig fyrir þá, sem lóga fje
að sumrinu, að láta bera snemma, og heimilar henni
að verja alt að 600 kr. á ári í næstu 2 ár í þessu
augnamiði".
Samþ. með 7 : 4 atk,v.
51. TJm sauðfjársjúkdóma.
(Fskj.: Nr. 65—75. Ýms brjef af Austurlandi um sauðfjár-
sjúkdóma og svör stjórnar Búnaðarfjelags íslands við þeim. —
Nr. 176. Brindi Jónasar Svoinssonar, lœknis á Hvammstanga, um
oimaveiki í fje og svör B. í. — Nr. 177. Skýrsla Lúðviks Jónssonar
um sama efni. — Nr. 178—181. Erindi N. P. Dungals dócents um
bráðapestarbóluefni. — Nr. 182—188. Hvanneyrarveikin. — Nr.
189—196. Fjárpestin á Læk í Dýrafirði. — Nr. 196—219. Fjár-
pestin á Borgum í Hornafirði).