Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 329
BÚNAÐARRIT
323
Fyrirskipaði jeg þá strax stranga einangrun, og gerði
aðrar ráðstafanir, til þess að hefta útbreiðslu veikinnar.
Tilkynti því næst eigendum og lögreglustjóra, hvernig
komið var. Sambandi náði jeg ekki strax við atvinnu-
málaráðuneytið, sökum veikinda ráðherra og fjarveru
skrifstofustjóra. En 9. s. m. fjekk jeg svolátandi sím-
skeyti frá ráðuneytinu: „Ráðuneytið samþykkir ein-
angrun yðar á svínum, vegna útbrotaveiki, og að þjer
gerið nauðsynlegar ráðstafanir að veikin breiðist ekki út*.
Tveim dögum síðar, eða 3. ágúst, veiktist annað svín
Samlagsins, með sömu einkennum, og sama dag 1 grís
hjá Axel Schiöth.
4. ágúst nýtt tilfelli hjá Schiöth.
5. ágúst — — í Samlaginu.
8. ágúst — — hjá Schiöth.
9. ágúst — — í Samlaginu.
Það tókst að halda líflnu í öllum þessum 7 grísum.
Veikin var horfin hjá Schiöth 21. ágúst, en 23. ágúst
í Samlags-grísunum, og urðu allir albata og hafa tekið
góðum þrifum síðan. Einnig tókst einangrunin ágætlega,
eins og sjá má af Bkýrslu þessari, því hvorki smituðust
önnur svín Samlagsins, sem voru þó í sama húsi og
hirt af sama manni, eða veikin bærist á bæi fram í
Eyjaflrði, þar sem grísahald er, þó í smáum stíl sje enn.
Mjög nákvæma sótthreinsun ljet jeg fara fram á báð-
um sýktu stöðunum, hjá Schiöth 10. sept. og 14. sept.
í Samlaginu.
Um upptök veikinnar er það að segja, að smitunin
hlaut upphaflega að koma frá svínastíu Schiöth’s. Sam-
lags-grísirnir nýlega komnir þaðan, er 1. tilfelli birtist,
og hjer um bil samtímis rauðsýkis-tilfelli hjá Sciöth,
án þess að nokkur samgangur hafl átt sjer stað þar á
milli, frá því að Samlags-grísirnir voru fluttir út í
Samlagshúsið. Við rannsókn málsins komst jeg að því,
að gamall hálmur hafði verið notaður undir grísina hjá