Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 335
BÚNAÐARRIT
329
ef eitthvaÖ ber út af. Hún virðist taka alt. það fje, sem
ekki hefir fengið hana áður; megin hluti fjárins virðist
sleppa þolanlega, sjer jafnvel lítið á þvi, sjerstaklega ef
það sætir nákvæmri og góðri hjúkrun. Þannig tel jeg,
að fje sr. Ingvars Sigurðssonar á Desjarmýri hafi slopp-
ið tiltölulega svo vel við veikina vegna þess, að það fær
hana um það leyti, sem það er tekið á gjöf og stendur
svo inni, án þess því sje nokkuð beitt í hálfan mánuð.
Hann misti að eins eitt lamb, en lítið bar á hinu, annað
en hóstakjöltur í kind og kind.
Það sem fyrst sjer á kindinni, er að upplitið verður
dauft, deyfa yfir augunum, andlitshárin glansminni en
eðlilegt er. Ullin úfnar, kindin verður ekki eins frjálsleg
og hún á að sjer. Það stemmist í bak og tapar hold-
um. Það mæðist mjög, sjerstaklega ef nokkuð reynir á
það, við mjög litla áreynslu, sem venjulega gerir kind-
inni ekkert, blæs hún upp og ofan, stundum blæs fjeð
þótt það standi kyrt í húsunum — venjulega byrjun á
lungnabólgu. — Síðan kemur hósti, sem fyrst er þur
og erflður, en síðar verður hryglukendur, það hóstar
mest á morgnanna fyrst þegar komið er í húsin. Eðlis-
hiti kindarinnar er 38.5—39.5, aukist hann ekki slepp-
ur það venjulega við frekari kvilla og virðist þá vera úr
hættu eftir þrjár vikur til mánuð, samt þarf það að
hafa góða hjúkrun, helst innistöðu í góðum húsum;
mæti það einhverju misjöfnu getur það búið að því í
fleiri mánuði. Það, sem veikist frekar fær mikinn hita
41—41.8, slagæð 80, andartak 40—60 á mínútu —
eðlilegur anoardráttur er 15—20 — mæðin er það, sem
frekast vekur eftirtekt. í byrjun veikinnar blæs kindin,
síðar stendur hún með hangandi höfði og stynur, sumt
kyppist til við hvert andardrag — hefir tak — sumt,
sem verður hvað mest veikt, legst alls ekki fyr en þá
rjett áður en það drepst. Stöku kindur virðast taka mjög
út, — emja. — Flest það, sem verður veikast, drepst svo
eftir sólarhring—til fjóra daga, sje ekkert að gert. Fær