Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 340
334
BÖNAÐARRIT
sem hefir þessa pest, til þess að drepa lús á því verður
að nota tóbaks-smyrsli.
Það má búast við að erfiðlega gangi að hindra út-
breiðslu veikinnar, tel mjög ólíklegt að hægt veiði að>
bæla hana niður til fuils, þar sem hún nú þegar hefir
náð útbreiðslu á allstóru svæði. Öruggasta ráðið til þess
að forðast hana er, að flytja ekki fje af sýkta svæðinu
í þær sveitir, þar sem hennar hefir enn ekki orðið vart..
Ef veiki þessi kemur fram, þar sem hún er óþekt,
getur verið að hún verði tekin fyrir lungnaormaveiki,
en mismunurinn er þó mikill. Lungnaoimaveikin er
hægfara, lík tæringu. Fje, sem hefir hana, missir fljótt
kvið, fær oftast sótt, dregst upp og verður horað. —
Borgarfjarðar-veikin er fljótvirkari, fjeð dregst ekki upp>
heldur kvið, auk þess eru oft engir, eða að eins fáir
ormar í lungum þess fjár, sem úr henni drepst. Þessar
tvær pestir geta þó heimsótt fjeð samtímis og er þá
erfitt að aðgreina þær. Auðvitað má alls eigi asprauta“
það fje, sem hefir Borgarfjarðarpestina.
Þótt rannsóknir á Borgarfjarðar-pestinni sjeu enn á
frumstigi, vona jeg að línur þessar geti orðið þeim, sem
hún kynni að heimsækja, til gagns, bæði til þess að
hjáipa þeim til að þekkja hana, og ekki síður til leið-
beiningar á meðferð fjárins og lækninga á henni.
Athuganir þær, er jeg hefi gert á þessari pest, eru
gerðar í febrúarmánuði, að tilhlutun ráðuneytisins. Aí
þeim kindum, sem jeg reyndi við, drápust að eins tvær.
En jeg get búist við að ein, sem var mikið veik. er jeg
fór, hafi ekki haft það af; jeg hefi ekki frjett af henni
síðan jeg kom heim — en yfirleitt var jeg sæmilega.
ánægðui með árangurinn.
Reyðarflrði, 28. dag febrúarmán. 1929.
Jbn Pálsson.