Búnaðarrit - 01.01.1929, Page 341
BÓNAÐARRIT
Eftirlits- og fóðurbirgðafjelög.
Þau eru íá enn þá starfandi á landi hjer Eftirlits- og
fóÖurbirgðafjelögin, og gegnir furðu hve hljótt er um
þá starfsemi, svo mikið sem nú er rætt og ritað, og
jafnvel unnið, á sviði fjelagslífsins.
Eitt þeirra fáu slíkra fjelaga, sem til eru, er í minni
sveit. Og með því að jeg hefi nú um nokkurn tíma
kynst störfum þess all-ítarlega, og styrkst í þeirri skoðun,
sem jeg hefi ávalt haft um nytsemi þeirra samtaka,
með reynslunni, þá vil jeg nú segja bændum alment
frá helstu afrekum þessara samtaka hjer. En um leið
hvet jeg öll bygðarlög landsins til þess, að nota sjer
leiðbeiningar og stuðning Búnaðarfjelags Islands í þessu
sambandi, og fara að háttum okkar í þessu efni, þó
Strandamenn köllumst. Því fyrst og fremst er hjer um
menningarspor að ræða, og í öðru lagi sjálfsagðan undan-
fara fullkominnar líftryggingar búfjárins, sem nauðsyn-
legt væri að koma upp. En erfitt verður á meðan dauðs-
föll eru najög tið og stafa flest af eftirlitslítilli vanfóðrun
og hirðuleysi.
Þar skal þá til taka, að Eftirlits- og fóðurbirgðafjelag
okkar er stofnað 24. júlí 1921. Auðvitað hafði málið
þá hlotið nokkurn undirbúning. En þá er haldinn fyrsti
fundur fjelagsins, stjórn kosin, lög samþykt o. s. frv.
Hefir fjelagið síðan starfað nokkurn veginn eftir þeim
iögum, er það setti sjer, sem að mestu leyti eru sniðin
eftir frumvarpi því, sem „Búnaðarritið" flutti um þær
mundir, og sem allir bændur hafa því kynst, þó flestir