Búnaðarrit - 01.01.1937, Side 32
12
BÚNAÐARIUT
Stjórn félagsins.
Þegar ég kom að félaginu skipuðu þessir menn stjórn
þess: Tryggvi banlcastjóri Þórhallsson, formaður,
Þ. Magnús bóndi Þorláksson, varaformaður og Bjarni
alþm. og bankastjóri Ásgeirsson, ritari.
Tryggvi Þórhallsson, formaður félagsins, andaðist
31. júlí 1935. Hann hafði verið formaður félagsins frá
því 1925, eða samfleytt i 10 ár. Eins og kunnugt er,
lét Tryggvi landbúnaðarmál mjög til sin taka og efld-
ist Búnaðarfélag Islands og færði lit starfssvið sitt
vegna áhrifa hans, bæði á ríkisstjórn og stjórn Búnað-
arfélagsins, þann tíma sem hann stýrði félaginu. Við
litlör Tr. Þ„ sem fór fram 9. ágúst, inættu flestir bún-
aðarþingsfulltrúar, ásamt öllmn starfsmönnum fé-
lagsins. Fór sérstök minningarathöfn fram hjá húsi
Búnaðarfélagsins.
Á fundi, sem starfsmenn félagsins og viðstaddir
búnaðarþingsfulltrúar héldu útfarardaginn, var sam-
þykkt, að Búnaðarfélag íslands og búnaðarsamböndin
skyldu láta gera brjóstlíkan úr eir af hinum látna
formanni sínum. Skyldi brjóstlíkanið afhenl ekkju
hins látna, frú Önnu Klemenzdóttur, en eftir hennar
dag skyldi það falla til Búnaðarfélags íslands. Stjórn
félagsins samdi svo við Ríkarð myndhöggvara Jóns-
son, um að vinna verkið. Hefir hann nú lokið því.
Afhenti stjórn félagsins frú Önnu Klemenzdóttur
brjóstlíkanið heima í Laufási 15. nóv. s.l. Frummyndin
úr gipsi hefir verið sett upp á skrifstofu félagsins.
Á fundi þeim, sem fyrr var nel'ndur, var samþykkt
að kjósa þriggja manna nefnd, sem skyldi le.ita al-
mennra samskota um land allt. Skyldi samskotaféð
helgað minningu Tryggva Þórhallssonar, annaðhvort
með sjóðstofnun, er bundin yrði við nafn hans, eða á
annan hátt, eltir því sem siðar yrði ákveðið. Átti
ineð þessu að heiðra ininningu hins látna og vera jafn-