Búnaðarrit - 01.01.1937, Side 65
BÚNAÐARRIT
45
Það er eftirtektarvert að siðustu tvö vorin hafa 5
barnakennarar sótt garðyrkjunámsskeiðin. Einmitt
barnakennararnir ættu að standa vel að vígi með að
dreifa garðræktarþekkingu sinni til unglinganna í
landinu. Vona ég að áframhald verði að aðsókn barna-
kennara að þessum námsskeiðum.
Auðvitað kemur líka fyrir að áhugalitlir neniendur
slæðist með á námsskeiðin, því ekki er hægt að vinsa
þá úr fyrirfram. Allskonar störf, fín og gróf, eru
nemendur látnir virina og er þeim ekki hlíft neitt
þegar vinnuveður er. Nemendur vinna 8 stundir á dag.
En að afloknum vorönnum er hægt að taka sér lífiö
léttara, fara smáferðir um nágrennið, athuga jurtir
o. a. þ. h. Skólastjóri Laugarvatnsskólans hefir jafnan
gefið þeim piltum og stúlkum, sem ósynd eru, kost á
að læra það ókeypis. Hefir það verið vel þegið.
Námsskeiðið síðastliðið vor var hið 5. i röðinni
hér á Laugarvatni og nemendur hafa alls verið 50, þar
af 18 piltar. Hafa stúlkurnar alltaf verið í miklum
meiri hluta, þar til síðastliðin 2 vor. Þar sem svo
margir karlmenn hafa sótt þessi tvö náinsskeið, var
hægt að láta vinna ýmisleg erfiðari verk sem mér
hafa ekki þótt tök á áður. Var til dæmis í vor lögð
og skipulögð dálílil lægð í gróðrarstöðinni, sein var
fyrir frá náttúrunnar hendi. Fór í það mikið verk, en
það er nú orðið lil mikillar prýði fyrir stöðina og
ólíkt því sem áður var.
Þátttakendur í garðyrkjunámsskeiðinu 1935 voru:
1. Auðunn Gestsson, Kálfhóli á Skeiðum, Árn.
2. Bjarni Gíslason, Sandlækjarkoti, Hrunam.hr., Árn.
3. Soffía Bæringsdóttir, Höfðaströnd, Grunnavíkur-
hr., N.-ís.
4. Margrét Jónasdóttir, Sléttu, Sléttuhr., N.-ís.
5. Ólöf Árnadóttir, Reykjavík.
ö. Margrét Hannesdóttir, Núpstað, Fljótshverfi.,
V.-Sk.