Búnaðarrit - 01.01.1937, Blaðsíða 346
326
B Ú N A Ð A R R I T
einstök jarðabót var styrkt. Ei' miðað var við aflcöst
var ekkert samræmi í þvi hvað lagt var í dagsverk t. d.
í áburðargeymslum, heyhlöðum og jarðvinnslu, svo
einhver dæmi séu nefnd. Þar sem stærð dagsverksins,
fyrir hverja jarðabót, (hversu mikið verk var lagt í
dagsverk), var hreytt oftar en einu sinni, varð dags-
verkasamanburðurinn heidur eltki réttur mælikvarði
á það, hversu miklar jarðabæturnar voru frá ári til árs.
Af þessum ástæðum, sem hér hafa verið nefndar,
líomst nefnd sú, sem endurskoðaði jarðræktarlögin árið
1936, að þeirri niðurstöðu, að eins og nú væri komið,
mundi bezt að hætta að leggja jarðabætur í dagsverk,
þar sem „dagsverk“ í jarðabótum nú væri i mörgum
tilfellum allt önnur stærð, en áður hefði verið, og væri
því hvorki eining, er sýndi meðalmannsverk, né heldur
réttur mælikvarði á jarðabótaframkvæmdir í landinu
frá ári til árs.
Sum ákvæði hinna nýju jarðræktarlaga komu ekki
til framkvæmda á þessu ári. Lögin kváðu svo á, að á-
lcvæði 11. greinar um hámarksstyrk og 20 % hækkun
eða lækkun á styrk, eftir þvi hvað húið var að veita til
hverrar jarðar, kæmi fyrst lil framkvæmda i'yrir þær
jarðahætur, sem mældar yrðu árið 1937. Nú er verið að
semja spjaldskrá um jarðabótastyrk hvers býlis í land-
inu og koma þessi ákvæði til framkvæmda við úthlut-
un jarðræktarstyrks á næsta vetri.
Þá varð það og að samkomulagi við ráðuneytið, að
landsetar á þjóð- og kirkjujörðum skyldu að þessu
sinni fá greiddar 3 krónur, eins og verið hefir, fyrir
hvert dagsverk, sem gengui- til landsskuldargreiðslu, en
hér eftir verður 15. gr. nýju laganna fylgt viðvíkjandi
þessum jörðum.
Hér með fylgja tvær töflur, önnur ylir jarðabótastyrk
samkv. II. kafla, en hin yfir jarðabætur á þjóð- og
kirkjujörðum. Við styrktöfluna er það að athuga, að
hún er birt eins og gengið var frá henni strax og lokið