Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 132
112
B Ú N A Ð A R R I T
hefði verið að ræða, hefði ekki borið nauðsyn lil að
hafa búfjáráburðinn ems mikinn og gert heí'ir verið
í þessari tilraun, og víst er um það, að hér getur munað
til helminga. Við tilraun þessa hafa ræktunarreitir
verið 100 ferm., en uppskerureitir 54 ferm. og sam-
reitir 4. Við athugun á uppskeru samreita kom í ljós,
að þeir voru mjög jafnir frá ári til árs, og því má telja
tilraunina mjög ábyggilega.
Það mætti margt segja um orsakirnar, sem valda
mismunandi árangri sáðskiptanna, en ég vil vera fá-
orður um það að svo stöddu. Eitt má þó vera ljóst, að
túnrækt, sem gerð er eins og í skipti 1, er ekki sam-
keppnisfær við sáðskiptiræktun með korni og kart-
öflum eða korntegundum einum, þrátt fyrir þó notað
sé jafnmikið af áburði. Sáðskiptiræktin borgar betur
áhurð og vinnu en túnrækl og það á ófrjórri harð-
vcllisjörð. Mun síðar, þegar árangur er fenginn af tún-
rækt sáðskiptanna, verða skýrt frá niðurstöðum þeirra.
Ef reyndin sýnir, að sáðskiptiræktuð jörð verði betra
tún en skyndiræktin eins og i nr. 1 og víðast viðgengst,
þá er hér fundin leið til að framleiða ódýrari töðu en
venjulega fæst af okkar túnrækt. Því sjálf sáðskiptin
eiga að horga fyrir sig, en skila ræktarjörð fyrir tún-
grösin, og túnrækt á landinu um víst árabil.
Þá var sumarið 1935 gerð hér tilraun með að þurrka
sáð- og túntöðu. Tilraunin með túntöðuna misheppn-
aðist að nokkru, en sáðheystilraunin tókst það vel, að
ég tel ástæðu til að skýra frá aðalniðurstöðum hcnnar.
Tilrauninni var hagað þannig og árangur varð sem
hér SreÍnÍr: Hl.lf.ll
nr. 1. 2G0 lig. gras þurrkað á liesjum frá 2.
júlí til 28. júlí ..................... 80 kg. hey 100
— 2. 260 kg. gras í smásæti og hreitt liegar
þurrt var, hirt 28. júlí ..............
— íí. 260 kg. gras látið liggja fiatt frá 2.
júlí til 28. júlí og snúið ávallt þegar
70
87.5