Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 8

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 8
40 S U N N A konur sínar eða stingi þær með hnífum, hefir enginn neitt við það að athuga. Konan vinnur mjög mikið fyrir fjölskyldunni. Hún tekur þátt í að byggja hreysi þeirra, sýður eða steikir matinn og annast börnin. Ef fjölskyldan flytur sig, ber hún mestu byrð- arnar. I nýja verustaðnum er komið upp kofum eða skinn- tjöldum eða barkartjöldum, til þess að skríða inn í, þegar óveður er. Konan aflar einnig eldsneytis. Astralíu-svertingjar éta flest, sem tönn á festir, kengúrukjöt, skriðdýr, orma og skordýr allskonar. Lirfur skordýra rífa þeir í sig, eðlur og engisprettur. Engi- sprettur þjóta stundum í hópum yfir Astralíu. Þeir kasta engisprett- urium á eld og brenna af þeim vængi og fætur og sjóða síðan búkinn. Þetta þykir þeim góður réttur. Einnig éta þeir blöð af vissum trjám, þá froska og fiska, sem þeir veiða. — Svertingjar þessir eru veiðimenn góðir. Þeir hafa spjót og önnur kastvopn og eru mjög æfðir að kasta. Kastvopn þeirra er kallað »búmerang«. Það er flatt kefli, um metra á lengd og lítur út eins og krepptur handleggur. »Búmerang« er helzt notað til skemmtunar og til þess að drepa með smáfugla. Spjótin nota þeir við meiriháttar veiði- ferðir. Trúarbrögð þeirra eru á lágu stigi. Þeir trúa mjög á alls- konar töfra og galdra, illa anda og vofur. Þeir halda að læknar geti alveg ráðið því, hvort menn lifi eða deyi. Sumir þeirra trúa því, að hvítu mennirnir séu innfæddir Astralíu- menn, sem löngu eru dánir, en komi aftur til jarðarinnar svona hvítir. Svo halda þeir einnig, að þegar þeir deyi, muni þeir fæðast aftur í hvítum líkama. Svertingjum þessum hefir fækkað mjög, síðan hvítir menn lögðu Nýja Holland, meginland Astralíu, undir sig. Frh. G. M. M. „Búmerang“. Kaslvopn þetta má saga úr þunnri fjöl.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.