Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 21

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 21
S U N N A 53 Kalli: Það er nú systir mín líka. Palli: Já, en hún er ekki eins dugleg og systir mín. Og systir mín er margfalt sterkari en systir þín. Kalli: Þú lýgur því! Palli: Góður íslendingur skrökvar aldrei. Kalli: Þú góður íslendingur, ræfillinn þinn, sem þorir ekki einu sinni að drekka kaffi! Palli: Eigum við að vita hvor okkar er sterkari? — — Þegar drengirnir höfðu barizt um stund og bylzt í áflogum á jörðinni, tókst Palla að gersigra Kalla. Varð Kalli þá að játa, að Palli væri hraustari. Nokkrum vikum síðar spurði kennarinn Kalla, af hverju hann væri allt í einu orðinn svona iðinn og hraustlegur. »Það er af því, að ég hefi lært af Palla að drekka mjólk«, svaraði Kalli. Eftir nokkrar vikur verður Kalli líklega alveg eins sterkur og hraustur og Palli. A. S.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.