Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 22

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 22
54 S U N N A Laufblað og spörr. „Ætlarðu að troða mig niður í snjóinn?" sagði ofurlítið laufblað, þegar spörr hlammaði sér niður á það. „Ég athugaði ehki, hvar ég tyllti mér niður“, anz- aði spörrinn. „Hví liggur þú hérna í garðshorninu?" „Vindurinn sleit mig af hríslunni og feykti mér hingað. Það er sárt að vera slitinn af grein. Og ekki veit ég, hvað um mig verður". „Þú deyrð, auminginn, og verður undir fönninni". „Það getur komið fyrir fleiri. Gæti ekki skeð, að þú fykir Iíka og dæir? Lítill lízt mér þú vera og ófær að verjast ofsanum". „Ég get flogið. Og þegar hvessir, flýg ég í skjól“. „En hvernig ferðu að, þegar fönn er yfir öllu og þú nærð ekki í neitt til að éta?“ „Þá gefa mér góðir menn eitt og annað“. „Eru mennirnir svo góðir?“ „Sumir“. „Hefir þú ekkert til að éta núna?“ „Jú, meira en nóg, Mikið var hér af salla í morg- un, mjöli og brauðmolum. Hérna höfum vér verið mjög margir og satt oss. En hvað liggur fyrir þér? Liggur ekki fyrir þér eyðing og dauði eins og ég sagði?“ „Líklega verð ég troðið niður í snjóinn. Ekki getur

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.