Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 18

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 18
50 S U N N A Við þurftum að hafa þrjá hesta, tvo til reiðar og einn undir það dót, sem við þurftum að hafa með okkur til fararinnar, svo sem tjald, mat og fáein silungsnet. Við bjuggum okkur til ferðar og héldum af stað. Við riðum fyrst skikkanlega, en smáhertum á okkur. Og þegar við komum á áfangastaðinn, voru hestarnir löðursveittir. Við sprettum svo af þeim og rákum þá út í Mörk. Er þar skógur mikill, og góð beit fyrir skepnur. Við flýttum okkur því næst að reisa tjaldið og völd- um okkur fallegt rjóður. Því næst fórum við ofan að vatninu og settum bátinn á flot og rerum út á vatnið og lögðum netin. Sá ég marga silunga, þegar við vorum að leggja þau. Við rerum því næst til lands, og settum bátinn. Fórum við svo upp í tjaldið og borðuðum dálílið af nesti okkar. Lögð- um við okkur svo til svefns, því að klukkan var orðin tíu. Við fórum snemma á fætur næsta morgun til að vitja um. Þegar við vorum búnir að draga upp fyrsta netið, komu upp í bátinn Ijómandi fallegir silungar, 28 talsins, og var ég hrif- inn af að sjá svona marga silunga í bátnum. Við drógum nú hin netin líka upp í bátinn og voru ekki eins margir í hverju þeirra. Við suðum silung í miðdegisverð og drukkum soðið með. Mér þótti gaman að svona útilegulífi, því að það var líka svo gott veður. Við veiddum betur alla hina dagana, og þegar við vorum búnir að vera vikuna út, höfðum við veitt 320 silunga og sá stærsti þeirra var 39 merkur. Jónas Guðmundsson (13 ára) Austurbaejarskóla Reykjavíkur. (Hrafna-Flóki dvaldi í Vatnsdal, fyrsta vetur sinn á íslandi^ Ritstj.) Útsýni af brimbrjótnum í Bolungavík. Það var einn fagran júnímorgun, að ég vaknaði óvenjulega snemma. Ég klæddi mig í snatri og fór út. Þá hugkvæmdist mér að fara niður á öldubrjótinn. Er ég kom þangað, sá ég þá fegurð, er ég eigi hafði tekið eftir áður. Sólin var að koma upp fyrir fjallahnúkana á Snæfjalla- ströndinni. Allt var svo undur fagurt og endurnært af hvíld næturinnar. Sjórinn var spegilsléttur svo langt sem augað eygði, og var sem öldurnar lékju sér við smásteinana í fjör-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.