Dvöl - 01.01.1937, Page 7

Dvöl - 01.01.1937, Page 7
1.—2. hefti Reykjavík, jan,—febr. 1937 5. árg Til lesendanna við áramötin. Þegar Dvöl fór af stað fyrir ári síðan sem sjálfstætt tímarit, spáðu margir henni stuttra lífdaga. Hér skal engu uni það spáð, hve langir þeir verða. Útgefendurnir vissu fyrirfram, að það er enginn fjárgróðavegur að gefa út rit eins og Dvöl. Bæði er lestrarfýsn líklega heldur að minnka hjá þjóðinni, og svo vita flestir, að fjöldi fólks vill helzt lesa skammir um náungann, „spennandi“ ásta- eða glæparómana og þess háttar. En geti Dvöl ekki haldið áfram að flytja lesmál fyrir greint, bókhneigt fóllc — fólk, sem er dálítið vandlátt á lestrarefni, þá munu núverandi útgefendur fremur hætta við útgáfu hennar, heldur en slá undan í efnisvali. Dvöl mun koma út þetta ár — V. árg. — jafnstór og s.l. ár, þ. e. íOO blaðsíður i sama broti. Hún mun flytja margar stuttar úrvalsskáld- sögur eins og áður og margslconar fróðleik og annað skemmtiefni, fært í letur af ritfærum mönnum. Gert er ráð fyrir, að á þessu ári flytji Dvöl jafnan eina sögu frumsamda, á íslenzku, og er það gert meðfram vegna óslca allmargra kaupenda. — Nokkrir lesendur hafa látið það álit sitt i Ijós við Dvöl, að ritstjórar svona tímarita ættu að slcrifa tals- vert í þau. Það getur verið gott og blessað stundum, en í slíku verður að gæta hófs. Það gerir tímaritin fjölbreyttari og oft skemmtilegri, að sem flestir höfundar láti til sín heyra. Forráðamanna ritanna er að velja og hafna efni í þau, en eklci að gera lesendur hundleiða á sjálfum sér eins og kemur fyrir um suma ritstjóra og fyrirlesara, sem alltaf eru að reyna að láta sitt Ijós skína í tíma og ótíma. Ætlunin er að láta tveggja mánaða hefti koma út saman þetta ár.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.