Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 10

Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 10
4 övöl stóru ístruna á sér og studdi höndunum á lærin, en borgar- stjórinn hélt áfram: — Neitarðu því, sem þjónn réttvísinnar ber fram? — Nei, herra. — Þú gengst þá við þessu? — Já, herra. — Hvað hefir þú fram að færa þér til málsbóta? — Ekkert, herra. — Hvar hittir þú þenna glæpafélaga þinn? — Þetta er konan mín, herra. — Konan þín? — Já, herra. — Einmitt það — þið búið þá ekki saman-------í París? — Fyrirgefið, herra, en við bú- um saman. — En — en — þú hlýtur að vera vitlaus, alv.eg bandvitlaus, góði maður, að láta taka þig þannig úti á víðavangi, og það klukkan tíu að morgni. Kaupmanninum virtist liggja við gráti af smán. Hann muldr- aði í barm sér: — Það var hún, sem vildi þetta. Ég sagði henni þó, að þetta væri hreinasta heimska, en þeg- ar konunni dettur eitthvað í hug, þá vitið þér, að henni verður ekki bifað. Borgarstjóranum féll vel hrein- skilni kaupmannsins, og svaraði brosandi: — í þettæsinn hefði hið gagn- stæða átt að eiga sér stað. Þið væruð ekki hérna, ef einungis henni hefði dottið þetta í hug. Herra Beaurain varð nú aiveg æfur. Hann snéri sér að konu sinni og sagði: — Sérðu nú, hvað þú hefir gert okkur með þessu draumlyndi þínu. Á okkar aidri þurfum við að mæta fyrir rétti út af siðferðisbroti. Við verðum að loka buðinni, missum við- skiptavinina og verðum að ílytj- ast í burtu. Þetta fáum við fyrir tilvikið. Frú Beaurain tók til máls. Án þess að virða mann sinn viðlits, útskýrði hún tafarlaust og án minnstu blygðunar — allt að því hiklaust: — Auðvitað veit ég vel, herra minn, að við liöfum gert okkur hlægileg. Viljið þér leyfa mér að flytja mál mitt eins og lögfræðingur, eða öllu heldur eins og vesalings kona, og ég vona, að þér gerið það fyrir okk- ur að jeyfa okkur að fara heim og hlífið okkur við þeirri smán að vera lögsótt. — Endur fyrir löngu, þegar ég var ung, kynnt- ist ég hr. Beaurain sunnudag einn hér á þessum slóðum. Hann var í vefnaðarvörubúð, en ég var búðarstúlka í verzlun, er seldi tilbúinn fatnað. Ég minnist þess arna, eins og það hefði skeð í gær. Endrum og eins fór ég og eyddi sunnudögunum hér hjá vinkonu minni, Rose Levéque, og bjó hjá henni í Pigalle-götunni. Rose var trúlofuð, en það var ég aftur á móti ekki. Unnusti henn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.