Dvöl - 01.01.1937, Síða 13
D V 0 [,
7
Guy de Maupassant
Franski rithöfundurinn Guy
de Maupassant, fullu nafni:
Henri René Albert Guy de Mau-
passant er fæddur á herragarð-
inum Miromesnil í Seine-Infér-
ieure-héraðinu 5. ágúst 1850 og
dáinn 6. júlí 1893.
Fyrst var svo til ætlazt, að
Maupassant yrði embættismað-
ur, og var hann því látinn stunda
nám í smábænum Yvelot og síð-
ar í Rouen. Þar kynntist hann
tveimur þeim mönnum, sem ó-
hætt að fullyrða, að hafi haft
mest áhrif á framtíð hans, en
það voru rithöfundarnir Bouil-
het og Flaubert. Við það að
kynnast þeim, vaknaði hjá Mau-
passant lörgun til þess að verða
sjálfur rithöfundur. Komst hann
nú undir handleiðslu Flaubert,
cg nam af honum listina. Er
sagt, að sá skóli hafi reynzt
Maupassant erfiður, en að sama
En ég tók ákvörðun, og stakk
upp á því við hann, að við skyld-
um taka okkur skemmtiferð upp
í sveit — þangað, sem við hefðum
fyrst kynnzt.
Hann samþykkti þetta, án þess
að gruna nokkuð, og svo kornum
við hingað um klukkan níu í
morgun.
Mér fannst ég vera orðin ung
í annað sinn, þegar ég var komin
hér á akurinn, því að hjarta kon-
unnar eldist aldrei! Og satt að
segja, þá sá ég manninn minn
ekki eins og hann nú er, heldur
eins og hann hafði verið áður!
Það get ég lagt eið út á, herra
n.inn. Það er eins satt og ég stend
hér, áð ég var eins og ölvuð.
Ég fór að faðma hann, en hann
hefði ekki orðið meir undrandi,
þótt ég hefði sýnt honum banatil-
ræði. Hann endurtók í sífellu :
— Hvað er þetta? — Þú ert
ekki með öllum mjalla. — Hver
djöfullinn gengur eiginlega að
þér?
En ég hlýddi ekki á hann, ég
hlýddi einungis á rödd hjarta
míns, og ég tók hann með mér
inn í skóginn.
Nú h'afið þér heyrt sögu
mína. Ég hefi sagt sannleikann,
Monsieur le Maire — ekkert nema
sannleikann.
Borgarstjórinn var vitur mað-
ur. Hann stóð á fætur og sagði
brosandi:
— Farðu í friði, kona góð, og
syndgaðu ekki framar — undir
krónum trjánna.
Henrik Thorlacius þýddi
úr frummálinu,