Dvöl - 01.01.1937, Page 19

Dvöl - 01.01.1937, Page 19
D V Ö I. 13 H E I M T U R ------------------------------------- Eftir Kolbein frá Strönd. — O-svei, og segi eg það enn. — Ekki bað e g þig að vera. Eg hafði komizt af þessi 60 ár án þín og þinna líka og kemst það enn. — O-svei. — Hugh, svei? — Það var þó að minnsta kosti friður hér þang- að til þú komst með breddu- ganginn og kjaftæðið og byltir öllu til. Það var óvant slíku, kofahróið. — Jú, ætli það væri óvant slíku, eg segi það bara. Þú ætt- ir að segja sem flestum frá því. Enginn maður hefir nú séð ann- að eins — svo hjálpi mér — annað eins bölvað svínarí! Ekki svo sem þú værir að hafa fyrir því að þvo kofana, nei — ónei, það hafði víst ekki verið oft gert í þessi fjögur ár frá því blessað- ur kerlingarauminginn þinn dó. Eða gólfið! Já, það yrði langt upp að telja. — Og tala svo um ástandið það. Óvant slíku! Jú, hreykinn máttu vera. — O, eg lifði samt, og lifði í friði þangað til þú tróðst þér hingað inn; settist upp, það var það sem þú gerðir, — settist upp eins og hver önnur flökkuker- ling og —, — O, þegiðu! Eg er ekkert upp á þig komin og hefi aldrei verið, og hamingjan ‘veit, að aldrei hefði eg stigið hingað mí'n- um fæti, ef blessaður auminginn hefði ekki verið búinn að biðja mig að líta til með þér, þegar hún kveddi. Hún þekkti nú víst sitt fólk, blessunin. Ætli það ekki. — Hugh. — Og svo þakkirnar hjá þér. Jú, það er ekki að spyrja að því. En það gæti bara komið fyr- ir, að eg biði ekki eftir þeim. Eg er ekkert smeyk við veröldina, þó sextug sé, og eg get unnið bæði í s'veit og á stakkstæði, og er ekk- ert upp á þig eða þín hús komin, það segi eg satt. En ætli þú fyndir muninn. Ætli þú yrðir lengi að verða lúsugur aftur, eg segi það, skítinn tala eg nú ekki um. — Þetta eru ósannindi! — Hvað þá, óværðin? Jú, ætli ekki það, — skyldi ekki það. Ekki er að tala um minnið. Já, þakka máttu, það er ekki svo glæsilegt að muna. — Þetta eru ósannindi, eins og allt þitt skraf. — Ja, svei', Hrópaðu heerra,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.