Dvöl - 01.01.1937, Side 20

Dvöl - 01.01.1937, Side 20
14 D V Ö L og bezt er að nota tímann, því nú er nóg komið, nú fer eg. Eg er búin að þræla hér nógu lengi fyrir ekki neitt. Hérna! — þarna! Þorbjörg reif af sér óhreinu svuntuna og þeytti henni út í horn. Hún var rauð í framan og dæsti af áreynslunni. — Eg er víst ekki lengi að tína saman þessar fáu spjarir, sem eg á, og ekki hefir þeim fjölgað eða farið fram í vistinni hjá þér, það væri synd að segja það. En fegin verð eg, það veit hamingjan; skil bara ekki, hvað eg hefi enzt hér lengi hjá þér, sí- naggandi karlfauskinum. — Já, farðu bara, hugh. En ætli eg hafi ekki heyrt það fyrr. Ætli þú farir langt, hu-hu. Hjalti hló kuldalega gegnum úlfgráan skeggjúðann og snýtti sér á tóbaksklútnum. Hann var nú ekki uppnæmur, karlinn, en í' hvert skipti, sem Þorbjörg bar það upp a hann, að hann hefði verið lúsugur, þegar hún kom í kotið, fauk hann upp í bili. Þetta voru líka verstu ósannindi. Hann Jagði tóbaksfjölina með tóbak- inu, sem hann hafði verið að saxa, upp á hillu. Svo tautaði hann eitthvað fyrir munni sér, sem ekki heyrðist, þreif hatt- garminn sinn og staulaðist út úr kofanum. Það var eitt af þessum gömlu húsum úr hlöðnum steini; eftir- stöðvar hinnar hverfandi og horfnu Reykjavíkur. Lítið, lágt hús, sem stendur við ósjálega götu. Þau eru hreint ekki svo ljót, þessi gömlu hús, eiginlega fallegri en mörg þessi stóru og yfirlætisfullu, sem eru að rísa hér og þar, og stundum á þeirra fornu lóðum. En þau hafa ekki þægindi þeirra. Þau sitja dálítið hnípin og ellileg á lóðunum sín- um, sem ósjálfrátt minna á tún í sveit, þó þær séu ekki stærri en aðrar lóðir, og jafnvel þó varla sé á þeim nema fáir fermetrar af grassverði auk lítils kartöflu- garðs, en aðrir lilutar huldir spýtnarusli, gömlum tunnum og fornfálegu rifrildi úr síldarnót, eða einhverju þess háttar.Og áð- ur en varir, hefir maður slegið því föstu, að í svona húsi búi gamall maður með hví'tt skegg, og gömul bústin kona með digra fingur og í þröngri, slitinni treyju, sem einhverntíma hafi verið rósótt. Það furðulega er, að þetta er oftast nær rétt í að- alatriðum. Skeggið er nú samt ekki alltaf hvítt, eða treyjan rósótt, en það eru líka smá- munir. Hjalti gamli kom út úr dyrun- um. Hann grillti út í buskann á móti storminum og bar hönd sem snöggvast fyrir auga. Svo rölti hann niður götuna til sjávarins. Hann hafði oft gengið þessa sömu leið, og í ýmsum erindum, en oftast hafði það þó verið til þess að fara á sjóinn, — bless- J 4 j. •4

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.