Dvöl - 01.01.1937, Side 21
T) V 0 L
15
aðan sjóinn, — marga björgina
hafði hann fengið þaðan. Nu
labbaði hann bara af gömlum
vana. Hann var hættur að fara
á sjó. Of gamall og stirður til
þeirra hluta og annara, dálitið
kulsæll orðinn líka. Hann gat þó
ennþá saxað tóbak, en upp úr
því var lítið að hafa. Skárra en
ekkert þó.
Hann gekk meðfram sjónum,
og andaði að sér söltu, þang-
þrungnu loftinu. Það var reyk-
elsi, hreint reykel.si í hans nefi,
þó að hann hugsaði ekki um það
þannig, hann fann aðeins þessi
dularfullu þægindi, sem r.álægð-
sjávarins veitti, og sem drógu
hann á hverjum degi til sín, ef
veður var sæmilega fært. Svo
settist hann á stein niður við
flæðarmálið og rýndi til hafs.
Haming';an mátti vita, hvað hann
var að hugsa um, eða hvað hann
eiginlega bjóst við að .sjá.
Um kvöldið kom Hjalti heim
aftur. Engan reyk lagði upp um
reykháfinn, en hann tók ekki
eftir því. Hann dundaði í kring-
um húsið um stund, gekk út að
spýtnahlaðanum og hagræddi
nokkrum fjölum, er færzt höfðu
úr stað. Hjá auða hundakofanum
lá gamall og grófur strigapoki.
Hann tók hann upp og breiddi
hann á grjótgarðinn og tautaði
eitthvað við sjálfan sig urn leið.
Svo snýtti hann sér og labbaði
inn.
í litla, þrönga anddyrinu tók
hann af sér hattinn og hengdi
upp á snaga. Svo gekk hann inn
í stofuna.
Það' var hvorttveggja í senn,
eldhús og setustofa. Úti i horni
stóð gömul og lítil kolaeldstó, en
við hliðina á henni stutt eldhús-
borð með skáp undir, og skjöld-
óttum skolvask í borðinu. Við
endann á eldhúsborðinu stóð lé-
legur körfustóll með slitnu, gráu
gæruskinni. Hjalti settist í körfu-
stólinn og reri með hendurnar á
hnjákollunum. f hinum enda stof-
unnar var lítið hvítþvegið borð
og tveir stólar. Á bak við það var
hurðin inn í innra herbergið. Hún
var lokuð. —
Hjalti reri enn um stund, svo
hætti hann, seildist niður í
buxnavasann og dró upp tóbaks-
dósirnar. Hann bankaði með
stirðum, mórauðum hnúum á lok-
ið, opnaði þær síðan og tók lengi
og gætilega í nefið. Það var lík-
ast því, að honum hefðu vaxið
kraftar við þetta. Hann hafði af
og til verið að gjóta augunum til
hurðarinnar inn í innra herberg-
ið; nú rétti hann ofurlítið úr
sér og hallaði undir flatt, eins og
hann væri að hlusta.
— Þo-orbjörg.
Það var spurnarhreimur í
rámri röddinni.
— Þo-orbjörg.
Steinhljóð. Hann fór aftur að
róa, en reis þó von bráðar á fæt-
ur, Þungum, hægum skrefura