Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 21

Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 21
T) V 0 L 15 aðan sjóinn, — marga björgina hafði hann fengið þaðan. Nu labbaði hann bara af gömlum vana. Hann var hættur að fara á sjó. Of gamall og stirður til þeirra hluta og annara, dálitið kulsæll orðinn líka. Hann gat þó ennþá saxað tóbak, en upp úr því var lítið að hafa. Skárra en ekkert þó. Hann gekk meðfram sjónum, og andaði að sér söltu, þang- þrungnu loftinu. Það var reyk- elsi, hreint reykel.si í hans nefi, þó að hann hugsaði ekki um það þannig, hann fann aðeins þessi dularfullu þægindi, sem r.álægð- sjávarins veitti, og sem drógu hann á hverjum degi til sín, ef veður var sæmilega fært. Svo settist hann á stein niður við flæðarmálið og rýndi til hafs. Haming';an mátti vita, hvað hann var að hugsa um, eða hvað hann eiginlega bjóst við að .sjá. Um kvöldið kom Hjalti heim aftur. Engan reyk lagði upp um reykháfinn, en hann tók ekki eftir því. Hann dundaði í kring- um húsið um stund, gekk út að spýtnahlaðanum og hagræddi nokkrum fjölum, er færzt höfðu úr stað. Hjá auða hundakofanum lá gamall og grófur strigapoki. Hann tók hann upp og breiddi hann á grjótgarðinn og tautaði eitthvað við sjálfan sig urn leið. Svo snýtti hann sér og labbaði inn. í litla, þrönga anddyrinu tók hann af sér hattinn og hengdi upp á snaga. Svo gekk hann inn í stofuna. Það' var hvorttveggja í senn, eldhús og setustofa. Úti i horni stóð gömul og lítil kolaeldstó, en við hliðina á henni stutt eldhús- borð með skáp undir, og skjöld- óttum skolvask í borðinu. Við endann á eldhúsborðinu stóð lé- legur körfustóll með slitnu, gráu gæruskinni. Hjalti settist í körfu- stólinn og reri með hendurnar á hnjákollunum. f hinum enda stof- unnar var lítið hvítþvegið borð og tveir stólar. Á bak við það var hurðin inn í innra herbergið. Hún var lokuð. — Hjalti reri enn um stund, svo hætti hann, seildist niður í buxnavasann og dró upp tóbaks- dósirnar. Hann bankaði með stirðum, mórauðum hnúum á lok- ið, opnaði þær síðan og tók lengi og gætilega í nefið. Það var lík- ast því, að honum hefðu vaxið kraftar við þetta. Hann hafði af og til verið að gjóta augunum til hurðarinnar inn í innra herberg- ið; nú rétti hann ofurlítið úr sér og hallaði undir flatt, eins og hann væri að hlusta. — Þo-orbjörg. Það var spurnarhreimur í rámri röddinni. — Þo-orbjörg. Steinhljóð. Hann fór aftur að róa, en reis þó von bráðar á fæt- ur, Þungum, hægum skrefura
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.