Dvöl - 01.01.1937, Page 23

Dvöl - 01.01.1937, Page 23
13V0L 17 — Á hvaða bæ er hún nú aftur? — O, eg er nú svo gleyminn orðið. — Er það á Þorgautsstöðum? — Jú, jú — á Þorgautsstöð- um er það. — Eðá er það á Kambi? —^ Ja, eftir á að hyggja, á Kambi mun það vera. Sannleikurinn var sá, að Hjalti hafði ekki hugmynd um, hvar Þorbjörg var. Hann 'vildi ekki spyrja að því, jafnvel þó að hann vissi, að nágrannarnir voru þar fróðari en hann sjálfur. — Honum tókst þó að komast að því gegnum samtal, og hann var dálítið hróðugur, því hann hélt að þeir hefðu ekki tekið eftir því. — Og nágrannarnir brostu í laumi. — Hvernig gengur einlífið, Hjalti minn, sögðu þeir. — Hugh, eg er nú vanur að basla, eg lcann nú eiginlega allt af bezt við það. — En er það nú ekki dálitið einmanalegt síðan Þorbjörg fór? Þá reiddist Hjalti. Hann lét ekki mikið á því bera, en hann reiddist samt. Hann sagði fátt. Satt að segja var það skramb- ans einmanalegt stundum, því varð ekki neitað með sanni., — Honum gramdist við sjálfan sig fyrir það að geta ekki hrint þeim tilfinningum úr huga sér, en þær þrjózkuðust við. Þegar fór að hausta, datt hon- um í hug, hvort Þorbjörg færi ekki að koma, og ef hann var að dunda í kringum húskofann, leit hann stundum upp eftir götunni, hvort Þorbjörg kæmi nú kann- ske ekki bara gangandi. En þar var engin Þorbjörg. — Dag nokkurn seint um haust- ið kom þrekvaxinn kvenmaður í skósíðri peysufatakápu ofan göt- una. Hún hélt á hvítum poka í annarri hendi, slattafullum. — Hjalti var að dunda kringum húsið, eins og hann var vanur, og það var eins og gamla hjart- að færi að slá dálítið örar. Hon- um hlýnaði fyrir brjóstinu, og innan undir úfnu og úlfgráu skegginu komu ósýnilegir bros- kippir í munnvikin. — Hugh, mikið var. En hann mátti ekki láta neitt á sér sjá, — umfram alla muni. Hann gekk út að spýtnahrúg- unni og lézt vera að lagfæra þar eitthvað. — Nú mundi hún vera að nálgast garðshliðið. — Nú mundi hún vera að opna, — að ganga heim að húsinu, hún hlyti að sjá hann. I laumi gaut hann út undan sér augunum. — Hvað var þetta! — Hún strunsaði fram hjá! — Það var ekki Þorbjörg! Hjalti glápti á eftir konunni. Andlitsdrættirnir urðu slakir og svipurinn tómlegur, og hendurn- ar héngu máttlausar niður með síðunum. Það var ekki Þorbjörg. Og svo kom vetur. —

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.