Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 23
13V0L 17 — Á hvaða bæ er hún nú aftur? — O, eg er nú svo gleyminn orðið. — Er það á Þorgautsstöðum? — Jú, jú — á Þorgautsstöð- um er það. — Eðá er það á Kambi? —^ Ja, eftir á að hyggja, á Kambi mun það vera. Sannleikurinn var sá, að Hjalti hafði ekki hugmynd um, hvar Þorbjörg var. Hann 'vildi ekki spyrja að því, jafnvel þó að hann vissi, að nágrannarnir voru þar fróðari en hann sjálfur. — Honum tókst þó að komast að því gegnum samtal, og hann var dálítið hróðugur, því hann hélt að þeir hefðu ekki tekið eftir því. — Og nágrannarnir brostu í laumi. — Hvernig gengur einlífið, Hjalti minn, sögðu þeir. — Hugh, eg er nú vanur að basla, eg lcann nú eiginlega allt af bezt við það. — En er það nú ekki dálitið einmanalegt síðan Þorbjörg fór? Þá reiddist Hjalti. Hann lét ekki mikið á því bera, en hann reiddist samt. Hann sagði fátt. Satt að segja var það skramb- ans einmanalegt stundum, því varð ekki neitað með sanni., — Honum gramdist við sjálfan sig fyrir það að geta ekki hrint þeim tilfinningum úr huga sér, en þær þrjózkuðust við. Þegar fór að hausta, datt hon- um í hug, hvort Þorbjörg færi ekki að koma, og ef hann var að dunda í kringum húskofann, leit hann stundum upp eftir götunni, hvort Þorbjörg kæmi nú kann- ske ekki bara gangandi. En þar var engin Þorbjörg. — Dag nokkurn seint um haust- ið kom þrekvaxinn kvenmaður í skósíðri peysufatakápu ofan göt- una. Hún hélt á hvítum poka í annarri hendi, slattafullum. — Hjalti var að dunda kringum húsið, eins og hann var vanur, og það var eins og gamla hjart- að færi að slá dálítið örar. Hon- um hlýnaði fyrir brjóstinu, og innan undir úfnu og úlfgráu skegginu komu ósýnilegir bros- kippir í munnvikin. — Hugh, mikið var. En hann mátti ekki láta neitt á sér sjá, — umfram alla muni. Hann gekk út að spýtnahrúg- unni og lézt vera að lagfæra þar eitthvað. — Nú mundi hún vera að nálgast garðshliðið. — Nú mundi hún vera að opna, — að ganga heim að húsinu, hún hlyti að sjá hann. I laumi gaut hann út undan sér augunum. — Hvað var þetta! — Hún strunsaði fram hjá! — Það var ekki Þorbjörg! Hjalti glápti á eftir konunni. Andlitsdrættirnir urðu slakir og svipurinn tómlegur, og hendurn- ar héngu máttlausar niður með síðunum. Það var ekki Þorbjörg. Og svo kom vetur. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.