Dvöl - 01.01.1937, Side 24

Dvöl - 01.01.1937, Side 24
18 b V c1) L Dag nokkllrn var barið að dyr- um hjá Hjalta. — Eg var beðinn að taka hér kommóðu. — Núh. — Stendur það ekki heima? Þorbjörg heitir konan. — Júh, eg býst við því. — Og svo voru það rúmföt. — Júh. Maðurinn fór með hvort- tveggja, og eftir var aðeins ryk- ið undan kommóðunni og autt fletið. — Það var líkast því að einhver hefði dáið. En Hjalti hélt áfram að saxa cóbak, og í skammdeginu urðu dagarnir langir. Veturinn leið og sólin hækk- aði á lofti. Það birti í bænum og sólskinið varð sterkt í augum. — En skyrturnar hans Hjalta — þær urðu alltaf dekkri og dekkri. Og geislar sólarinnar seildust inn á gólfið um hádaginn, og gólf- ið var ekki hreint. Borðið var þakið bollum og skálum, sem litu út eins og fénaður í rigningu, og Skolvaskurinn, — hann var víst á sínum stað, en eiginlega var hánn samt horfinn. Verst hafði þó gengið að kveikja upp í eld- stónni. Þar vildi ekki loga þrátt fyrir blástur óg pú, og svo var það reykurinn, sem átti það til að fara í alveg öfuga átt við það sem hann átti að fara. Og sein- ast komst Hjalti að þeirri niður- stöðu, að eldurinn væri ekki til þess að vega á móti erfiðinu og bakverknum, sem af því kom að húka blásandi og púandi við eld- stóna með vafasömum árangri. Og svo mátti þá vel lifa á rúg- brauði og mjólk, ef ekki vildi betur til, — en oft var nú kalt. Og svo fór að vora, og þá kom óþreyjan í Hjalta. Ilann rölti í kringum húsið og labbaði niður að sjónum, en það var engin fullnæging í því leng- ur. — Náttúran vaknaði smátt og smátt af dái, og hlátur smá- krakka í götunni varð skærari og fjörlegri. En inni í kofanum hjá Hjalta var allt jafn þögult og tómt. Hötturinn var líka strokinn á brott, hafði gert það strax og hlýnaði í veðri. Það var ekki að spyrja að því. Hjalti varð að vísu að kannast við, að hann hafði stundum gleymt að gefa honum mjólkurdropann, en ekki hafði það þó komið oft fyrir, og svo var hann rokinn burtu. Slík voru laun heimsins. Svo var það einn dag um vorið, að Hjalti stóð ferðbúinn úti fyrir húsdyrum. Hann hafði girt skálmarnar niður í grófu ullarsokkana, og þó hlýtt væri í veðri, hafði hann farið í þykka stuttúlpu, sem var hneppt upp í háls. — Ertu að fara í ferðalag, Hjalti minn? — 0, ekki getur það nú heit- ið. —

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.