Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 25

Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 25
D V Ö‘,L 19 — Ætlarðu langt? — O, eg var að hugsa um að skreppa upp í' sveit. Sumarið var í bænum. Mold- in angaði af gróðrarilm. Niður við sjóinn görguðu máfarnir í sí- fellu og tóku hliðarsveiflur í loftinu. — Þessar verur, sem á vetrum eru þögular eins og dauðinn sjálfur, linntu nú ekki látum, og arg þeirra og garg rann saman við glaðværan klið bæjarins. Iijalti gamli var að stinga upp garðinn sinn. Hann vann hægt og ákveðið, og bletturinn með upprótuðu moldinni stækkaði jafnt og þétt. Húsdyrnar stóðu opnar, og blár, léttur reykurinn teygði sig þráðbeint upp í loft- ið. — Þéttvaxinn kvenmaður kom allt í einu út á dyrapallinn. — Það er eins og annað með hlutina í þessu húsi, og seg’eg það enn. Maður skyldi ætla að þú hefðir étið þá eða brennt þeim. Þarna er eg búin að leita mig dauða að gamla pilsgopan- um mínum, og ekki ertu þó far- inn að ganga í pilsum. — Hugh. — Og svo skíturinn! Þó eg þvoi og sópi allan daginn og dag eftir dag, þá skal maður alltaf finna eitthvað. Ja, það var svei mér ekki að f urða, þó að þú værir íarinn að spyrjast fyrir um mig upp á síðkastið. — Eg spurðist ekkert fyrir um þig. v — Nei, ekkí, — ekkí? Annað hefi eg nú heyrt, — annað hefir mér nú verið sagt. Og var það að íurða! — Þetta eru ósannindi. — Jú, ætli það, ætli maður hafi heyrt það fyrr. Orðin runnu saman við gargið í máfunum og urðu hluti af þessum margradda eilífa klið bæjarins. Óaðgreinanlegur þátt- ur, sem hvarf út í sumarmóðu loítsins, hærra og hærra; lengra og lengra. Loks hvarf dagurinn sömu leið. Flest hljóð þögnuðu, en niðri við höfnina hélt hið þrot- lausa garg máfanna áfram eftir sem áður. — Fólkið svaf. Við litla húsið beið hálfupp- stunginn garðurinn eftir næsta degi. Þar var allt kyrrt í bili. En allt í einu var eins og dökkt strik væri dregið yfir grasblett- inn. Lítil svört vera stökk yfir spýtnahrúguna og upp á þakið á auða hundakofanum. Hún skaut upp kryppunni og hvæsti ögr- andi. Grábröndóttur köttur lædd- ist lymskulega meðfram grjót- garðinum og hvarf bak við spýtnahrúguna. Svo varð allt þögult og kyrrt á ný.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.