Dvöl - 01.01.1937, Page 26

Dvöl - 01.01.1937, Page 26
20 b V 6 L Niður Flámdalinn. Ferðaminningar frá Noregi. Hallgrímuí Jónasson kennari Bergen-lestin skríður út úr jarðgöngunum og inn á Mýr- dalsstöðina. Það er farið að halla mikið undan, vestur af hálendinu, þótt þessi staður sé í 870 metra hæð. Og hér finnst manni hrollkalt og svalt, enda þótt logn sé á og 14 stiga hiti. Niðri í Oslo voru 82 stig í skugga. Því fundust viðbrigðin svo mikil. Þessi litla fjallastöð liggur í skeifumynduðum dal. — Fyrir botni hans eru breiðar, blakkar fannir, til beggja handa há, nak- in fjöll. Og litlu meir en stein- snar frá stöðinni, undir fjalls- rótunum, gapir við svart op, næstu jarðgöng og þau lengstu á leiðinni, 5,3 km. Þau liggja í gegnum Grafhálsinn. Rétt neðan við stöðina þrýt- ur dalinn. Hann endar á snar- brattri brún og hengiflug hamr- anna tekur þar við fyrir neðan. Þarna steypir áin sér, sú er fellur um dalverpið, niður í hvít- um rjúkandi streng. Hún geisist um örþröngar bergskorur, djúpt, djúpt niður eítir hlíðinni, þar til hún sameinast straumþungri, kristalstærri á Flámdalsins, sem kemur aðrar leiðir langt framan af öræfum og ber nafn af daln- um, sem hún fellur um. Þegar við stígum út á braut- arpallinn, vindur sér að okkur ungur piltur, sem býður flutn- ing og fylgd niður að Aurlands- firði, er skerst inn millum hárra fjalla, suðaustur úr Sognsæ. En hann nær — eins og kunn- ugt er — á annað hundrað kíló- metra austur í hálendið. Héðan liggur vegur niður í dalinn og svo eftir honum endi- löngum, fram að sjó. Sá vegur er eina færa leiðin niður í þessa byggð. En þó er hér ekki bílum fært, bæði fyrir bratta sakir og þrengsla. Farartækið er tvíhjól- uð léttikerra með einum hesti

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.