Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 34
28 D V O L Kitti í Sel i. Haustið 1932 dó á Svínanesi í Barðastrandarsýslu gamall maður, þá blindur og örvasa. Kristján Sigfússon hét hann og lengst af kenndur við Sel' — nú eyðikot á miðri Svínaneshlíð — og kallaður Kitti í Seli. Mér er ekki kunnugt um, að neinn byggi í Seli á undan Kitta. Nú eru kofarnir fallnir, og áreið- anlega býr þar enginn næstu mannsaldrana. Kotið var lítið’og bústofninn í Seli var heldur ekki upp á marga fiska. Kýr fyrirfannst engin, en ein brúnskjótt hryssa — Sel- Skjóna — sem bóndinn hafði miklar mætur á. Ærnar voru 10—15, flestar mislitar: Hetta, Hosa, Botna, Bílda, Flekka o. s. frv. hétu þær. Á síðustu árum voru 2 eða 3 geitur í kotinu, því að Kitti færðist í aukana eins og bændurnir í kringum hann, eftir því sem leið á 20. öldina. Ekki var ríkidæmi 1 Selinu, svo sem geta má nærri; en Kitti var gestrisinn og dóttir hans bjó vil ágætt kaffi (konan hans var vinstra. — Mælingatækin höfðu stöðvazt og sýndu, að vélin hafði náð 12,149 metra hæð, 447 metra upp fyrir metið. dáin, þegar ég man eftir). Fáir gengu því fram hjá bæ hans, ef þeir áttu leið um hlíðina, og stöku langferðamenn gerðu sér bein- línis erindi í Selið til að spjalla við heimilisfólkið og kynnast líf- inu í kotinu. Sumir þykjast glögglega kann- ast við svipmót Kitta á einni per- sónunni í skáldsögu H. K. Lax- ness, ,,Þú vínviður hreini“. Kitti var á ýmsa lund öðrum mönnum ólíkur. Hann var all- mjög sér um siði og hirti lítt um að troða götur fjöldans. Hann minnti mjög á umrenninga eða ílakkara fyrri alda. — Var sem hann gæti ekki risið undir arfi xortíðarinnar. Hann var oft á ferðalagi. Rann um sveitina og næstu byggðir og bað að gefa sér. Stöku sinnum kom hann út i eyjar — helzt vor og haust — og Var þá jafnan með marga tórna poka, þegar hann gekk upp úr bátnum. Unglingarnir höfðu af honum hið mesta gaman, sök- um látbragðs hans og einkenni- legs málróms, en ekki drógu þeir úr því, að eitthvað væri látið í pokana hans — og sjaldan mun hann hafa snúið bónleiður til búðar. Oftast var hann svo upptekinn og önnum hlaðinn í eyjaferðun- um, að hann hafði ekki tíma til í>. G. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.