Dvöl - 01.01.1937, Síða 35
D V Ö L
29
að drekka kaffi eða þiggja aðr-
ar góðgerðir. Það, sem átti að
láta í hans eigin maga, vildi hann
heldur að væri látið í einhvern
af pokunum, sem hann hafði
meðferðis.
Kitti var' sjaldnast ver til
fara en gerist og gengur um fá-
tæklinga í sveitum — nema til
fótanna. Fótabúnaðurinn var
ekki sem snotrastur. Venjulega
hafði hann tv.enna eða þrenna
skó á fótunum, hverja utan yfir
öðrum, og voru þeir svo slitnir,
a. m. k. þeir yztu, að þeir tolldu
ekki á fótunum, heldur gengu
venjulega upp á ristina eða ökl-
ann og slettust þar fram og aft-
ur. Hann þurfti líka oft að biðja
um skóle,ður á ferðum sínum, og
sagði þá jafnan, að það væri al-
eigan, sem hann væri með á fót-
unum.
Myndin, sem fylgir þessum lín-
um og tekin er af Kitta á ferða-
lagi úti í eyjum án þess að hann
eiginlega visSi nokkuð um það,
gefur allgóða hugmynd um útlit
hans. Hann var tæpur meðalmað-
ur á hæð, en digur, rauðbirkinn
og bláeygur. Rómurinn var ein-
kennilega skrækur og gat orðið
átakanlega ísmeygilegur og
mjúkur. Framgangan var ódjarf-
mannleg og upplitið ákaflega
kindarlegt. Þó var karlinn ekk-
ert sauðarhöfuð, en gerði sig oft
að meira flóni og heimskingja en
hann í rauninni var.
Jíitti var orðheldinn, áreiðan-
iegur og skilvís í bezta lagi. —
Hann sagði einhverju sinni í
gamni, að sá einn væri munur-
inn á sér og Guðmundi bróður
sínum, að hann bæði að gefa sér
hlutina og borgaði þó stundum
það, sem sér væri gefið, en Guð-
mundur bróðir sinn bæði að selja
IK-v .. Kitti í Seli.
sér allt, en borgaði aldrei neitt.
■— Guðmundur Sigfússon átti
heima hér í grenndinni, en aldrei
sá ég hann eða heyrði. Það hafði
verið einkennilegur karl.
,,Um héraðsbrest ei getur, þó
hrökkvi sprek í tvennt“. Og að
sönnu varð enginn héraðsbrestur,
þó að Kitti gamli félli frá. Hann
og hans líkar virðast vera eins og
smásprek, sem skýtur upp á ná-
strönd lífsins aðeins til að velkj-
ast þar um stund og gleymast