Dvöl - 01.01.1937, Page 37

Dvöl - 01.01.1937, Page 37
I D V O L eða svipaða vegalengd eins og frá Reykjavík austur að Selfossi (Það er eftir veginum 59 km. Bein lína miklu styttri). Brúar- efnið þurfti að flytja langar leiðir. T. d. voru staurarnir und- ir brúna sóttir alla leið í skógana í Lousiana og Kaliforn- íu. Það þurfti 39.000 slíka staura og þurfti að höggva niður til þess 520 ha. skóg. Með smíði Salt Lake brúarinnar var unn- inn mikill sigur í baráttunni við vegalengdirnar, en brúin kost- aði 20 millj. króna, eða nálægt 300.000 kr. hver km., sem spar- aðist. Þó að baráttan við vegalengd- irnar megi teljast höfuðbaráttan fyrir spörun tímans, þá hefir baráttan við brekkurnar líka kostað peninga. Á 50 km. löng- um kafla var hallinn á áður- nefndri járnbraut 1:54. Til þess að draga lestina upp á hæðina, þurfti stundum 15 eimvélar, og þó var hraðinn kannske ekki meiri en 15—20 km.átíma. Með því að leggja nýja braut, var hægt að fá hallann 1:122, en við það gat einn eimvagn dregið stóra lest á fullri ferð. Þetta kostaði að vísu nokkra fjárupphæð, eða á ann- an tug milljóna, en tími sparað- ist og þar með var markinu náð. Annað amerískt járnbrautar- félag notaði einu sinni 36 millj- ónir til þess að geta sparað 20 mínútur af ökutíma. Þetta erþað sem Ameríkanar kalla: „Spend- 31 ing millions to spare minutes" (greiða milljónir fyrir að spara mínútur). Við framkvæmd þessa síðastnefnda verks þurfti að sprengja 10.000.000 rúmmetra af klöpp og jörð og fóru til þess 200 tonn af dýnamiti. Þessar sömu 20 mínútur kostuðu 20 nýjar brýr, er voru frá 10 upp í 450 m. langar. Til smíði brúnna fóru 170.000 rúmmetrar af stein- steypu. Við lifum á þeim tímum, er hægt er að breyta tíma í pen- inga, en ekki peningum í tíma. .Þetta vita Ameríkumenn, en við ísíendingar ekki. Allir hinir ó- teljandi krókar á vegum okkar eru ótvíræð sönnun þess, hve hugsun okkar nær stutt í þess- um greinum. Heimskan getur stundum gengið svo langt, að vegir séu lagðir inn fyrir firði (Hvalfjörður) í stað þess að sigla yfir, þótt ekki verði brúað. Ameríkumenn greiða milljónir fyrir sparaðar mínútur. í síðasta dæminu voru greiddar 36 millj. fyrir 20 mín. Það nemur 300.000 kr. fyrir hverja sparaða sekúndu af ökutíma. Leiðrélting. I nokkm af upplagi siðasta heftis 4. árg., bls. 37M, slæddist inn lina (44. lina í fyrra dálki að neðan), sem átli að leiðréttast prentvilla með í síðari dálki sömu bls. Ef einhver kynni að vilja sk'rifa pá línn, som fallið hefir úr, inn í sitt eintak, pá er hún svona: og lögðutp hann á hliðina um fjör-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.