Dvöl - 01.01.1937, Side 40

Dvöl - 01.01.1937, Side 40
34 D V Ö L fyrir afskiptasemi og skömmum Kristínar, eða þá að hin ódulda fyrirlitning ættingjanna skall á honum eins og ískaldur gustur. Verst var þetta þó á sumrin. Þá var fjöldi fólks af Holckers-ætt- inni stöðugt gestkomandi og það var allt samtaka um að fyrirlíta hann og börnin sögðu hon- um hiklaust, að þau mættu ekki leika sér við hann. Þegar Charles var átján ára, strauk hann að heiman og fór í siglingar, eins og svo margir aðrir drengir á þeim aldri hafá gert. Hann skildi eftir bréf til Leonoru. Það var stutt og vand- ræðalega samið. Hann reyndi þar að skýra fyrir henni, hvers vegna hann væri neyddur til þessarar breytni. Og tár hennar þvoðu blekið af pappírnum, áður en hún var búin að ná því jafnvægi, að hún gæti lesið það. Ef til vill sá þessi átján ára unglingur ekkert annað ráð til að vernda sinn eigin persónu- leik, en að strjúka — að hrista af sér alla niðurlægingu og kval- ir bernskuáranna. Það er ekki gott að vita, — og sjálfsagt vissi hann það ekki sjálfur. Hann fylgdi einhverri innri eðlisávís- un, sem skipaði honum að hverfa burt úr Austurvík, þar sem rík- mannleg aðbúðin var kvalræði, — til þess að vita, hvort ekki væri eitthvað annað að finna í hinni víðu veröld. Hurtför drengsins tók ákaf- lega á Leonoru. Hjarta hennar lá við að bresta. Hún náði sér aldrei framar. Henni fór aftur dag frá degi og að lokum varð það svo áberandi, að Kristín gat ekki annað en tekið eftir því. Hún var ekki illa innrætt að eðl- isfari, heldur hafði geð hennar með aldrinum fyllzt vandlæting- arfullri beiskju, sem náði alger- lega yfirhönd yfir henni. En nú breyttist þetta. Hún fór að kenna sjálfri sér um það, hvernig syst- ur hennar hnignaði. Og þannig dvöldu báðar þessar konur á hinu fagra ættaróðali, sem þær höfðu erft, og þjáðust, án þess að leita hinnar einu lækningar, sem kostur var á, — að mætast á miðri leið og sættast. Þegar unglingur strýkur að heiman, er það ætíð alvarlegt fyrir aðstandendur hans. En hér bættist það ofan á, að ófriðurinn mikli geisaði og siglingar alla1" voru stórhættulegar, vegna tund- urdufla og neðansjávarbáta. — Leonoru hefði tæplega orðið meira um, þó að hann hefði framið sjálfsmorð. Hún vissi það fyrir víst, að hann var henni horfinn, og að hún myndi aldrei líta hann augum aftur í þessu lífi. Smám saman fór Kristín að komast á sömu skoðun og Leo- nora. Ættingjarnir, sem undir niðri voru ánægðir með það, að gauksunginn var floginn úr hreiðrinu, urðu þess nú varir? sér

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.