Dvöl - 01.01.1937, Page 45

Dvöl - 01.01.1937, Page 45
D V Ö L ar verða grænbleikt. Varir -henn- ar skulfu og henni svelgdist á hvað eítir annað. Svo stamaði hún, hálfrugluð: — Hún — hvað segirðu, drengur minn? Le—Leonora? — Já, svaraði hann óþolinmóð- ur yfir skilningsleysi hennar. Leonora! Hún kom á móti mér út á veginn rétt áðan. Iiún hef- ir heyrt, þegar bíllinn kom, kast- að einhverju yfir sig og farið út. En svo vildi hún að ég færi á undan sér einn til að heilsa þér. Hún . . . Hann komst ekki lengra. — Kristín greip fram í fyrir honum og varir hennar voru nábleikar: — Veiztu það ekki? . . . Leo- nora . • . hún er dáin fyrir þrem- ur árum. Hún þrýsti höndunum að hjarta sér og lokaði augunum. Það var svo hljótt í anddyrinu, að andardráttur hennar virtist valda hávaða. En svo náði hún sér og bætti við: — Það var einmitt um þetta leyti árs. Og síðustu orð hennar voru kveðja til þín. Hann vildi ekki trúa orðum hennar. Hann þaggaði skynsemi sína niður með valdi og eins og þrálynt barn hljóp hann fram að dyrunum, opnaði þær og gekk út á stéttina. Hann hugsaði: — Hún var hér rétt áðan. Ég hlýt að finna hana. Ég veit, að ég finn hana! Og hann hrópaði út yfir trjá- 39 garðinn, sem var uppljómaður af tunglsljósinu: — Leonora. ... Mamma! . . Komdu! En enginn svaraði. Trjágarð- urinn var hljóður, baðaður í ljósi tunglsins, og þegar Charles gáði betur að, var sem það hlægi á móti honum, stríðnislega, en þó um leið með hryggð. Þá var gripið í handlegg hans. Kristín stóð við hlið hans, skjálf- andi í hinni þunnu yfirhöfn sinni og með titrandi gamalmennis- rödd sagði hún: — Komdu inn, Charles! — Komdu inn! Þetta er þýðingar- laust. Skynsemin, sem á ný var bú- in að ná yfirhöndinni hjá hon- um, féllst á þessi orð hennar. Hann hlýddi og lét hana leiða sig inn fyrir dyrnar. Nokkurri stundu síðar hafði stofustúlkan stórkostlegar nýj- ungar að segja samstarfsfólki sínu, sem með stýrurnar í augun- um hópaðist inn í eldhúsið til þess að fræðast um heimkomu unga herrans — herra Charlesar, sem átti að erfa herrasetrið og allt, sem því fylgdi. — Hann var meira en lítið þreyttur, sagði hún. Ekki var hann fyrr kominn inn fyrir dyrn- ar en hann féll niður á gólfið og grét. Gamla ungfrúin tosaði hon- um upp á stól og þar hélt hann áfram að gráta.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.